Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Page 30
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 200730 Síðast en ekki síst DV Sandkassinn Ég er að velta því fyrir mér hvort að leikarinn Matt Damon sé ninja- meistari. Það er jú sérgrein þeirra að fara um óséðir. Um daginn fór af stað sú saga að Matt Damon hafi verið hérna á landinu og feng- ið sér hress- ingu á barnum Sirkus. Stuttu seinna heyrði ég að það hefði verið hreinasta lygi. Nú var ég að heyra frá nokkuð áreiðan- legum heimild- um að Matt hafi í raun verið hér á landinu og ekki nóg með það heldur hafi hann kynnst íslenskri stelpu. Stúlkunni bauð svo Matt til Ítalíu með sér þar sem þau eru núna saman. Te- skeið af salti? Nýjasta afurð Hugleiks Dags- onar rokselst en hún kom út fyrir stuttu. Bókin hetir Ókei bæ! og er víst komin í fjórða sæti á sölu- lista Pennans Eymundssonar og er hársbreidd frá þriðja sæt- inu. Mér finnst svolítið skrýtið hvað Hugleik- ur og bækur hans hafa náð að sigla undir radar siðferð- ispostula sam- félagsins. Ekki það að ég hafi eitthvað á móti bókum Hugleiks. Þvert á móti hittir þetta beint í mark hjá mér og ég hlæ manna hæst þegar engill teflir við páfan uppi á himnum og deyðir svo saklausan mann með hægðum sínum. Það er bara skrýtið að meðan verið er að æsa sig yfir öllu að engum finnist þetta athugavert. eitt sem Ég skil ekki alveg og hef oftar en ekki talað um í pistlum mínum. Hvernig stendur á því að svona vægt er tekið á kynferðisaf- brotamönnum á Íslandi eins og raun ber vitni. Mikið væri ég til í að setjast niður með lögfræðingi eða dómara og biðja hann um að útskýra fyrir mér hvers vegna einhver sem misnotar aðra manneskju fær jafn vægan dóm og raun ber vitni trekk í trekk. Því mér skilst að refsiramminn sé til staðar. Hvern- ig getur þetta líka ekki verið eitt af baráttumálum stjórnmálaflokk- ana? Að taka á refsingum vegna kynferðisglæpa. Fyrir mér er þetta bara óskiljanlegt með öllu. Þar sem Ég hef síðustu mánudaga kynnt lesendur fyrir svokölluðum USB-græjum svo sem rassa- og goskæli verð ég að benda á eina nauðsynjarvöru til viðbótar. USB- upphitaðir inniskór. Kaldar tásur innternetið er bara eitthvað sem fer ekki saman. Að minnsta kosti finnst einhverjum það. Einhvers- taðar sá ég líka að hægt væri að fá Gorge Forman-grillið með USB- tengi. Alveg magn- að. Ásgeir Jónsson veltir hlutunum fyrir sér „Það kom mér mjög á óvart hvað þau borðuðu fjölbreyttan mat,“ seg- ir Ólafur Sólimann sem eldaði ofan í stjörnurnar Demi Moore og Asthon Kutcher um tveggja mánaða skeið síðastliðið vor, þegar þau voru við tökur í Lúxemborg. „Það var búið að vara mig við því að þau vildu bara mjög sérstakt fæði en þau borðuðu eiginlega allt, nema helst mikið unn- inn mat. Þau vildu mikið hreina fæðu og ferskt hráefni,“ segir hann. Demi hrifin af skyri Ólafur fór þrisvar til Tælands á ár- unum 1999-2000 og lærði þar sérstak- lega tælenska matargerð. Stjörnurnar fengu því að bragða á slíkum réttum hjá Ólafi. „Ég eldaði mikið tælenskan mat fyrir þau - en líka indverskan, ít- alskan og íslenskan.“ Ólafur segist þó ekki hafa boðið þeim upp á blóðmör og sviðakjamma. „Nei, ekkert af þessu gamla íslenska, ég þorði því nú ekki - en allskyns fiskrétti og svo var Demi mjög hrifin af skyr-boozti sem ég lag- aði fyrir hana,“ segir hann. Fínt fólk Óskað hafði verið eftir umsókn- um frá matreiðslumönnum í Evrópu sem væru reiðubúnir að taka að sér eldamennsku fyrir stjörnurnar og Ólafur sló til. „Ég sendi þeim bara ferilskrána mína og fékk starfið,“ seg- ir hann. Ólafur kynntist stjörnunum ágætlega og eldamennskan féll vel í kramið hjá þeim hjónum. „Mað- ur hefði nú bara verið látinn fjúka strax ef þau fíluðu ekki matinn,“ segir hann. „Það var mjög gaman að vinna hjá þeim, þetta er mjög fínt fólk og það kom mér verulega á óvart hvað þau eru mannleg. Ég bjóst við allt öðruvísi fólki.“ Sérfæði á páskum Demi Moore iðkar Kabbalah, eins og margar aðrar Hollywoodstjörnur og þurfti vegna þess að borða sérstakt fæði á tímabili um páskana. Ólafur segir það vera það eina undarlega sem kom upp á meðan á dvöl hans stóð með þeim hjónum. „Þá mátti ég ekki elda neitt fyrir hana sem inni- hélt lyftiefni eða eitthvað hvítt - eins og lyftiduft, ger, egg, hveiti, hrísgrjón og mjólkurvörur. Það reyndi dálítið á og maður þurfti virkilega að spá í hvað maður væri að gera.“ Í sambandi við stjörnurnar Ólafur starfar um þessar mund- ir sem yfirkokkur á B5 við Banka- stræti en telur ekki ólíklegt að hann gæti átt eftir að starfa fyrir stjörnurn- ar aftur síðar. „Ég hef verið í tölvu- póstsambandi við þau, en þau starfa náttúrulega aðallega í Bandaríkjun- um og eru með sína kokka þar. En ef þau færu til Evrópu myndu þau hafa samband aftur,“ segir Ólafur. Ólafur Sólimann Lárusson hefur undanfarin ár unnið mikið er- lendis - einkum í Lúxemborg, en hann útskrifaðist sem matreiðslu- maður frá veitingastaðnum Lækjarbrekku árið 1994. Í fyrra komst hann í tæri við stjörnurnar, þegar hann starfaði sem matreiðslu- maður Demi Moore og Ashton Kutcher - en þau voru þá við tökur á kvikmyndinni Flawless í kvikmyndaveri í Lúxemborg. Í dag Á morgun Veðrið +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xx +17 2 xx xx xx +12 7 +12 4 +12 6 +14 4 xx xx +12 2 xx +13 3 xx xx +12 2 xx xx xx +14 2 +12 4 xx xx xx xx -xx Tengsl ... Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari á það sameiginlegt með... ...Guðjóni Val Sigurðssyni að hafa spilað með KA. Guðjón á það sameiginlegt með... ...Kyung-Shin Yoon að hafa verið markahæst- ur í þýsku úrvalsdeildinni. Yoon á það sameiginlegt með... ...Stefan Kretzschmar að hafa leikið á HM 1995 á Íslandi. Kretzschmar á það sameiginlegt með... ...Arnóri Atlasyni að hafa leikið hjá Magdeburg. Arnór á það sameigin- legt með... ...Ásgeiri Erni Hallgrímssyni að hafa orðið Evrópumeistari U21. Ásgeir á það sameiginlegt ...Loga Geirssyni að leika með Lemgo. Logi á það sameiginlegt með... ...Sigfúsi Sigurðssyni að vera með húðflúr. Sigfús á það sameginlegt með... ...Stefan Lovgren að hafa leikið í þýsku úrvalsdeildinni. Lovgren á það sameiginlegt með... ...Bjarka Sigurðssyni að hafa verið með honum í heimsliðinu. Bjarki á það sameiginlegt með... ...Alfreð að hafa unnið B-keppnina 1989. hrÆrði sKYr fYrir Demi mOOre Ólafur Sólimann Eldaði fyrir Hollywoodstjörnur í Lúxemborg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.