Innsýn - 01.06.1978, Qupperneq 9

Innsýn - 01.06.1978, Qupperneq 9
"Hin mikla deila er til lykta leidd. Synd og syndarar eru ekki lengur til. Gjörvallur alheimur- inn er hreinn orðinn. Eitt hjarta samlyndis og fagn- aðar slær um óravíddir sköpunarverksins. Frá honum sem skóp allt, flæð- ir líf og ljós og fögn- uður um öll svið hins endalausa geims. Frá hinni smæstu öreind til hinnar stærstu veraldar, kunngjöra allir hlutir, lifandi og dauðir, í skuggalausri fegurð sinni og fullkomna fögnuði, að Guð sé kærleikur"(9). Þannig að ef þú trúir á Krist þá frelsast þú frá syndinni og öðlast eilíft líf. "Því að laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf fyrir samfélagið við Krist Jesúm, Drottinn vorn"(10). Að lokum "og engin bölvun mun fram- ar til vera, og hásæti Guðs og lambsins mun í henni vera, og þjónar hans munu honum þjóna. Og þeir munu sjá ásjónu hans, og nafn hans mun vera á ennum þeirra. Og nótt mun ekki framar til vera, og þeir þurfa ekki lampaljós né sólarljós, því að Drottinn Guð skín á þá, og þeir munu ríkja um aldir alda"(ll). "Sá sem vottar, segir: já ég kem skjótt. Amen. Kom þú Drottinn Jesú."(12) Tilvitnanaskrá. 1. Róm.3,23 2. 1.Jóh.3,5 3. Post.4,12 4. JÓh.3,16 5. Róm.4,3. l.Mós.15,6 6. Post.2,38 7. l.JÓh.. 2,1 8. Op.21,4' 9. Deilan mikla bls.708 10. Róm.6,23 11. Op.22,3-5 12. Op.22,20 Heimildaskrá 1. Biblían útg.1974 2. Deilan mikla.útg.1976 Höf. Ellen G.White.

x

Innsýn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.