Innsýn - 01.06.1978, Qupperneq 22

Innsýn - 01.06.1978, Qupperneq 22
22 TýnOU BÍLLVKLnRMR Tommi og Siggi fóru með pabba og mömmu út í sveit til afa og ömmu og þau ætluðu að vera þar allt sumarfríið. Það var gott veður alla daga o,g gaman að lifa. Dag einn höfðu afi, amma, Tommi, Siggi, pabbi og mamma ákveðið að fara til Betu frænku í heimsókn. Þegar þau voru að fara að leggja af stað kom afi inn "ég finn ekki bíllyklana mína" sagði hann. "Þið verðið að hjálpa mér að leita." Svo byrjuðu þau, það var leitað í öllum vösunum hans afa, í skúffum og skápum og jafnvel bak við stóra bláa sófan í stofunni. En það var sama hvar og hvernig þau leituðu, ekki fundust lyklarnir, svo á endanum tróðust þau öll inn í bílinn hans pabba og keyrðu til Betu frænku. Það var alltaf gaman að koma þangað fannst strákunum og dagurinn leið fljótt. En afa leið ekki vel, hann var alltaf að hugsa um týndu bíllyklana og hvar þeir gætu verið. Þegar þau komu heim um kvöldið var aftur byrjað að leita en allt kom fyrir ekki, lyklarnir fundust ekki. Tommi og Siggi voru komnir í rúmið en áður en þeir fóru að sofa báðu þeir Jesú um að hjálpa afa að finna lyklana. Meðan þeir voru að borða morgunmatinn daginn eftir kom afi hlaupandi inn í eldhús. Og hvaó haldiði að hann hafi verið með? Já, bíllyklana. Hann hafði fundið þá á mölinni beint fyrir aftan bílinn. Þegar Tommi og Siggi fóru að sofa um kvöldið þökkuðu þeir Jesú fyrir að hafa hjálpað afa að finna lyklana. Jesú finnst gaman að hjálpa okkur, en hann langar líka til að við þökkum honum fyrir það sem hann gerir fyrir okkur. Manst þú eftir því að þakka Jesú fyrir allt það sem hann gerir fyrir þig á hverjum degi?

x

Innsýn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.