Innsýn - 01.05.1979, Page 8
8
LEST ÞÚ NOKKUÐ Í BIBLÍUNIS
-"jú,jú, ég fékk 7 í kristinfræði maður, hvað heldur þú."
Já, nei, ég meina hvort þú lest hana svona fyrir sjálfan
þig? "
-"Nei, það er nú lítið sem maður gerir af því."
"Jæja, en þú átt kristilegt heimili bak við þig.
Hvernig stendur á þessu?
- "Ég veit að maður á að lesa hana, en það er bara
aldrei tími til þess."
"Sem sagt þú hefur ekki tíma til að lesa neitt nema
námsbækur."
- "Nei, ég segi það nú ekki alveg svona."
"Er áhugi nokkur fyrir hendi þá?"
- "Já en þetta er svo mikið sem maður skilur ekki."
"En segðu mér^ ef ég gæfi þér bók sem segði þér um
hulinn fjársjóð sem öllum væri kleift að finna,myndir
þú þá leggja á þig að reyna að skilja bókina þótt hún
virtist torskilinn í fyrstu?"
- "Ég veit hvert þú ert að fara, því ég hef heyrt svona
dæmi áður. ÞÚ ert að reyna að máta mig. Ef ég segi
nei, þá er ég vitlaus en ef ég segi já, þá er ég sjálfum
mér ósamkvæmur. Auðvitað vil ég finna fjársjóð og ég
veit að ef ég les Biblxuna finn ég mikinn fjársjóð. Af
hverju er ég svona slappur í þessu?"
"Getur það verið að einhver reyni að hafa áhrif á þig?"
- "Nei, nei, strákarnir eru flestir eins og ég - þetta
er bara leti."