Innsýn - 01.05.1979, Page 14
14
SVAR 8:
114
mér finnst ég þurfa á því að
halda. 4) Mér finnst mjög
æskilegt aó lesa á hverjum
degi, hvernig get ég verið
kristinn ef ég les ekki.
SVAR 5:
1) Ég er 17. 2) já ég er frá
aðventheimili. 3) Ég les
alltaf eitthvað á hverjum
degi, aðallega í Nyja testa-
mentinu, en stundiam í G.T.
4) Það er örugglega jafn
nauðsynlegt fyrir andann að
fá fæðu daglega eins og
fyrir líkamann að fá sína
fæðu.
SVAR 6:
1) Ég er 17. 2) Frá aðvent-
heimili. 3) Ég les sjaldan
í Biblíunni. Hvaó veldur
því að þú lest sjaldan í
Biblíunni? Nóg annað að
gera.
SVAR 7:
1) Ég er 15. 2) Frá aðvent-
heimili. 3) Já, ég reyni að
lesa á hverjum degi. Hvað
lestu helst? Bara eitthvað,
nú nýlega hef ég byrjað að
lesa eina og eina bók i
einu. 4) Já, mér finnst
æskilegt að lesa í Biblíunni
á hverjum degi og jafnvel
lengi á dag, það hjálpar mér
að komast gegnum daginn.
1) Ég er 15. 2)Nei,ég er
ekki frá aðventheimili.
3) Nei ég les ekki daglega,
kannski vikulega. Ég er
frekar latur. 4) Daglegur
lestur mundi hjálpa mér að
vaxa með hverjum degi.
SVAR 9:
1) Ég er 16. 2) Ekki frá
aðventheimili. 3&4) Ég byrj-
aði einu sinni á Gamla
testamentinu en gafst upp.
Ég skildi ekkert af því sem
ég las. Það væri örugglega
viturlegt að lesa daglega,
það mundi viðhalda kristnu
lífi, og maður mundi læra af
mistökum annarra sem sagt er
frá í Biblíunni. Hvers
vegna lestu þá ekki oftar?
Sennilega leti,en svo það að
sumt er svo torskilið.
SVAR 10:
1) Ég er 17. 2) Já, frá
aðventheimili. 3&4) Nei ég
les ekki alltaf, það er
dálítið misjafnt. En mjög
svo æskilegt ef það væri
gert daglega - miuidi bæta
skapið. Hvað hindrar lestur
á hverjum degi? Maður gleym-
ir að lesa hefur lítinn tíma
og stundum dregst þetta
þangað til seint á kvöldin.
^ frh.á baksíðu