Kjarninn - 13.03.2014, Side 28

Kjarninn - 13.03.2014, Side 28
03/05 HeiLbrigðiSMáL fjögurra til fimm ára húsum og sums staðar höfum við fundið ísbrynjur innan á útveggjum að vetrarlagi,“ segir Ríkharður og bætir við að með þessari uppbyggingu sé einfaldlega verið að bjóða myglunni upp í dans, eins og hann orðar það. kallar eftir nýrri byggingareglugerð Ríkharður telur að banna eigi þessa tegund upp- byggingar. Með henni séu byggingaverktakar að leika sér að heilsu fólks fyrir stundargróða. „Enginn burðarþolshönnuður myndi velja lausn í von og óvon um hvort hún dugi eða ekki. Slíkir hönnuðir yrðu strax sviptir starfsleyfi. En byggingaraðilar hika ekki við að velja lausnir sem líklegar eru til að kalla fram alvarlegt heilsutjón hjá grunlausum íbúum þessara húsa,“ segir Ríkharður. Undanfarin ár hefur verið lítið um óháðar rann- sóknir í byggingariðnaðinum. Áður rannsakaði steinsteypunefnd Rannsóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins íslensk hús. Sú stofnun rann síðar inn í Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem sinnir aðallega nýsköpun og fær takmarkað fjármagn til þess að sinna rannsóknum í byggingariðnaði. Ríkharður segist ekki geta sagt til um hversu stórt vandamálið sé. Án rannsókna fáist umfang vandans ekki staðfest og því sé ekki hægt að bregðast við. „Það er löngu tímabært að opinberir aðilar fylgist betur með byggingar- iðnaðinum, setji af stað víðtæka rannsókn og dragi ályktanir með sérfræðingum,“ segir Ríkharður. Hann leggur til að á meðan verði bannað að byggja hús sem séu einangruð á fyrr- greindan hátt. „Það er lögbrot og varðar fangelsi eða sektum að hanna ríkharður hefur Varað Við byggingaraðferðinni í mörg ár Byggingaverkfræðingurinn Ríkharður Kristjánsson hefur langan starfsreynslu í byggingageiranum. meðal verkefna Ríkharðs má nefna að við lok sjöunda áratugarins var hann í steinsteypunefnd sem sá um að útrýma alkalískemmdum. Ríkharður var hönnunarstjóri Hörpu og verkefnastjóri gler- hjúpsins. Árið 2012 var hann sviðstjóri Íslenskra aðalverktaka, þegar húsþök voru rifin af heilu hverfunum á austurlandi vegna myglu. Í dag er Ríkharður starfandi verkfræðingur í verkfræði- og ráðgjafarfyrir tækinu EFLu. dr. ríkharður kristjánsson Hefur varað við að ákveðin byggingaraðferð tefli heilsu fólks í hættu.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.