Kjarninn - 13.03.2014, Side 47

Kjarninn - 13.03.2014, Side 47
03/07 viðtaL frestun fyllti mælinn Björk segir tónleikana og annað sem fylgir viðburðinum 18. mars hafa átt sér nokkurn aðdraganda. „Við Darren [Aronofsky] höfum verið í sambandi út af þessu síðan síðasta sumar. Ég impraði á því við hann hvort hann vildi vera með einhvers konar yfirlýsingu um náttúruvernd. Svo töluðum við Grímur [Atlason, tónleikahaldari sem sér um skipulagn- ingu] saman í janúar. Dropinn sem fyllti mælinn fyrir mér var þegar umhverfisráðherrann ákvað að „fresta“ náttúru- verndarlögunum.“ Náttúruverndarlögin höfðu verið mörg ár í gerjun og náttúruverndarsinnum fannst þeir hafa unnið mikinn sigur þegar þau voru samþykkt sem lög undir lok síðasta kjör- tímabils. Loksins myndi vera til lagarammi sem sæi til þess að náttúran myndi njóta vafans á kostnað efnishyggjunnar. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra ákvað hins vegar síðastliðið haust að leggja fram frumvarp um að fella burt lögin. Í frumvarpi hans sagði meðal annars að lögin hefðu mætt „mikilli andstöðu frá ólíkum hópum samfélags- ins“. Í febrúar náðist síðan sátt milli stjórnar og stjórnar- andstöðu um að fresta gildistöku laganna fram til 1. júní 2015 í stað þess að fella þau á brott. aðgerðasinni Björk er ekki virk í pólitík og kýs ekki stjórnmálaflokka. En „frestun“ umhverfisráðherra á gildistöku náttúruverndarlaga var að hennar sögn dropinn sem fyllti mælinn. Þá gat hún ekki lengur á sér setið. m yN d : To N JE TH ILESEN

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.