Kjarninn - 13.03.2014, Page 55

Kjarninn - 13.03.2014, Page 55
02/07 áLit Hagstofa Íslands skilgreinir brottfall þannig að skrái nemendur í framhaldsskólum sig ekki í skóla ári síðar og hafi ekki útskrifast í millitíðinni teljist þeir til brottfalls- nemenda og þannig fæst sú niðurstaða að allt að 43% einstaklinga í 1975-árganginum á Íslandi hafi ekki lokið framhaldsskólanámi við 24 ára aldur. Það setur okkur meðal hinna minnst menntuðu innan OECD-landanna og við erum helmingi lakari en þau Norðurlandaríki sem eru næst okkur í mælingunum. Þetta hlutfall skánar nokkuð ef eldri aldursflokkar eru skoðaðir, greinilegt er að Íslendingar eru seinni til náms en aðrar þjóðir. Í OECD-könnun árið 2012 kemur fram að 67% af aldurshópnum 25-64 ára hafi lokið framhaldskólaprófi. Meðal OECD-landanna er talið að 80% hlutfall sé ásættan legt. Ef hlutfallið er skoðað hjá 25-34 ára aldurshópnum er það 72%, sem er 10% lægra en meðaltalið er hjá OECD. Öll hin Norðurlandaríkin liggja vel yfir 80% hlut- fallinu, jafnvel yfir 90%. Við erum hins vegar á svipuðu róli og Suður-Evrópuþjóðirnar. Stóran hluta starfsævi minnar starfaði ég við uppbyggingu menntakerfis atvinnulífs- ins og var í nánu samstarfi við kollega mína annars staðar á Norðurlöndunum. Út frá þeirri reynslu sé ég örfá haldreipi sem við gætum klifrað upp og lagfært stöðu okkar, í það minnsta til þess að sefa aðeins hið særða þjóðarstolt. Í þessu sambandi er áhugavert að skoða samsetningu starfsfólks í rafiðnaði, starfsgeira sem hefur rekið umfangsmesta starfsmenntakerfi í íslensku atvinnulífi allt frá árinu 1975, en að jafnaði hefur liðlega fjórðungur starfandi rafiðnaðarmanna sótt árlega eitt eða fleiri fagtengd eftirmenntunarnámskeið. Í rafiðnaðinum hafa flest vel launuð störf orðið til (ég tel viljandi ekki fjármálakerfið með) og ekki síður þau mest spennandi í hugum unga fólksins. Það endurspeglast í því að rafiðnaðurinn hefur haft um helming allra iðnnema í landinu síðasta áratug. „Í hinum Norðurlanda- ríkjunum er réttur- inn til þess að ljúka framhaldsskóla- námi á kostnað skattborgaranna talinn varanleg eign einstaklings- ins, andstætt því sem hér er.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.