Boðberi K.Þ. - 01.04.1978, Page 6

Boðberi K.Þ. - 01.04.1978, Page 6
13. VerslunarÞiónusta samvinnufélaga: Framsögumaður var Haukur Logason, hann^greindi fyrst frá því að erfitt væri að keppa í verslun við stórmarkaði stærri staða, þá vægi flutningskostn- aður þungt á metunum. í dag kostar t.d. 23.oo að flytja hvert kíló frá Reykjavík til Husavíkur. Á norðurlöndum nýtur verslunin í dreifbýli verulegra opinberra styrkja. Haukur taldi æskilegt að koma á virðisaukaskatti í stað söluskatts. Nefnd sem kannaði möguleika í því að koma upp birgðastöö á Akureyri á vegum S.Í.S. komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri fjárhagslegur ^rund- völlur fyrir slíkt fyrirtæki. Allar vörur fra verksmiðjum S.Í.S. o^ K.E.A. á Akureyri eru seldar á sama verði á Húsavik og Akureyri. Leggja ber áherslu á að auka innflutning beint í samvinnu við nágranna kaupfélögin. Flutningar með skipum eru mun ódýrari en með bílum. Haukur greindi að lokum frá því að stjóm K.Þ. hefði ákveðið að framvegis yrði flutningataxti skipa notaður við verðlagningu vara frá Birgðastöð S.Í.S., þótt þær yrðu fluttar með bílum. Að loknu framsöguerindi Hauks tóku margir til máls og ræddu málið frá mörgum hliðum. Þeir sem tóku til máls : Sigurjón Jóhannesson, Amljótur Sigurjóns- son, Elín Aradóttir, Jón Frímann, Indriði Ketils- son, Haukur Logason, Hlöðver Hlöðvesson, Teitur Bjömsson, Jónas Egilsson, Eysteinn Sigurðsson, Baldvin 'Baldursson. óframfærni Egils: Það sem best ég muna má, er mest af gamla taginu.^ Ég er kona og allt mitt á undir kaupfélaginu. Fundi frestað en boðið til kvöldvöku í Félagsheimili Húsavíkur. Kvöldvökunni stjómaði Sigurjón Jóhannesson. Þeir sem þar komu fram voru Egill Jónasson með hristing af gamni og alvöru. Tækifæriskvartetcinn söng og Jóhann Hermannsson sýndi^litsku^gamyndir og sagði ferðasögu sína frá Húsavík til íslendingabyggða í Vesturheimi. Margt fulltrúa og gesta var mætt og gerður var góður rómur að kvöldvökunni. Síöari fundardagur 19. april hófst með því að fundarritari Jónas Egilsson las fundargerð fyrri dags. Nokkrar athugasendir voru gerðar og hafa þegar verið

x

Boðberi K.Þ.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.