Innsýn - 01.08.1987, Blaðsíða 18

Innsýn - 01.08.1987, Blaðsíða 18
"FLUGRÁN! FLUGRÁN" HRÖPUÐU PEIR. ANNAR ÞEIRRA TÖK AÐ BERJA BYSSUSKEFTI SÍNU NIÐUR Á BAK KRISTJÁNS. SVO MIÐAÐI HINN BYSSU SINNI Á MIG... Hvað man ég úr þessum 17 daga hörmungum þegar ég lít til baka á ránið á TWA-flugvélinni í flugi nr. 847? Vissulega man ég eftir þessum fyrstu skelfilegu augnablikum þegar við heyrðum hropin og bar- smíðina á stjórnklefa- hurðina. Við höfðum aðeins verið fimmtán mínútur á flugi eftir brottförina frá Aþenu á þessari stuttu leið til Rómar þann 14. júní 1985. í vélinni voru 145 farþegar og átta manna áhöfn. Aðstoðarflugmaður minn, Phil Maresca, sat við hliðina á mér, og á bakvið okkur var flug- vélstjórinn, Kristján Zimmermann. Það var Kristján sem stökk á fætur og leit gegnum gægjugatið. "Það er flugrán," sagði hann. Ræningjarnir voru með byssur og hand- sprengjur. Uli Derickson, yfirflugfreyjan, var að tala í kallkerfið. Hún hafði verið barin og bað okkur að opna dyrnar. "Opnaðu," sagði ég við Kristján. Hann renndi sér í sæti sitt, spennti sig niður, teygði sig aftur fyrir sig og opnaði dyrnar. Tveir svart- skeggjaðir menn með æðislegt augnaráð þustu inn, annar veifandi níu millimetra sjálfvirkri skammbyssu, og báðir héldu þeir á handsprengjum með útdregna pinna. "Flugrán! Flugrán!" æptu þeir. Annar þeirra tók að berja byssuskefti sínu niður á bak Krist- jáns. Svo miðaði hinn byssu sinni á mig. "Alsír!" skipaði hann. Svo undarlegt sem mörgum kann að finnast það þá var ég ekki hræddur. Á þessum fyrstu klukku- stundum hreyfði ég mig og brást við líkt og vél- menni--sennilega viðbrögð áunnin á þrjátíu ára flugmannsferli. Vitanlega hafði ég áhyggjur af farþegum mínum - hryðju- verkamennirnir voru á ferð fram og aftur eftir vélinni og börðu þá eftir geðþótta--ég kveið því að þessir menn væru svo ofstækisfullir að þeir gætu á hverri stundu tortímt okkur öllum, og ég vildi gera allt sem í mínu valdi stæði til að draga úr þeirri skelfilegu hættu sem yfir okkur vofði. "Alsír!" æpti ræninginn aftur að mér. Við Phil litum hvor á annan. Alsír er í Norður- Afríku. Við höfðum aldrei flogið þangað. Hann rótaði 1 kortuntn, fann eitt með Alsír, setti út stefnu og þuldi tölur. Við höfðum aðeins eldsneyti til hins stutta flugs til Rómar; við gætun aldrei náð til Alsír á birgðum okkar. Ég hristi höfuðið. "Ekki eldsneyti," sagði ég og benti á kortið. Hann rak byssuhlaupið í gagnaugað á mér. "3ú, Alsír. Þú fara!" "Við getum ekki. . . ." Eitt vandamálið var að hvorugur hryðjuverka- maðurinn skildi ensku. Við reyndum að útskýra af hverju Alsír kæmi ekki til greina, en það var ekki fyrr en Uli uppgötvaði að hún gat talað við þá á þýsku að við komum þeim í skilning um það. "Kein Benzin," sagði hún. "Kein Benzin." Loksins samþykktu þeir Beirut í Líbanon til að taka eldsneyti, og við stefndum þangað. Þegar við komum inn til lendingar sá ég kolaðan skrokk 727 farþegavélarinnar sem hafði verið sprengd í loft upp fáeinun dögum áður. Auðvitað var hið hrellda starfslið flugturnsins lítt hrifið af komu okkar. Þegar við runnum eftir flugbrautinni þreif annar ræninginn hljóðnema minn og öskraði í hann á arabisku og heimtaði eldsneyti. Erá flug- turnimjn fengum við skipun um að fara á eldsneytis- tökusvæðið. Augu hryðjuverka- mannsins loguðu. Nei! Það var of þröngt þar; hann óttaðist fyrirsát. Hann vildi láta okkur taka eldsneyti úti á flug- brautinni. Ómögulegt, sagði flugumferðar- stjórinn. Enn fóru fram ofsafengin orðaskipti á arabisku. Að síðustu létu ræningjarnir undan með 18

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.