Innsýn - 01.08.1987, Blaðsíða 19

Innsýn - 01.08.1987, Blaðsíða 19
ólund. Nú þegar við vorum lent og byssukjaftur titraði við hnakkann á mér og handsprengju var haldið við andlit mitt jókst skelfingin. Þessir menn voru Sítar, áhangendur róttækrar greinar úr íslam sem trúðu því að ef þeir dæju fyrir trú sína hlytu þeir að launun heiðurssess í paradís. Þeir virtust viti sínu fjær. Ein óvænt hreyfing á áfyllingars- væðinu gæti valdið blóðbaði. Ég man hvernig mér var innanbrjósts meðan við ókum inn. Ég hafði sterkt hugboð um að við værum öll feig, og ég hélt fast um eldsneytisgjöfina. Nú mætti ég ekki láta óttann buga mig. Ég varð að stjórna með festu og öryggi, og eina leiðin til þess var að leita á náðir öesú Krists. Ég hafði löngu fyrr gefið mig honum. Ef ég tryði í sannleika á hann, þá yrði ég að trúa á hann skil- yrðislaust. Ef desús vill að ég lifi, sagði ég við sjálfan mig, tekur ræninginn ekki í gikkinn og sleppir ekki hand- sprengjunni. Hönd mín var stöðug á eldsneytisgjöfinni. Ég slakaði á, renndi vélinni inná eldsneytistökusvæðið og drap á vélunum. Ekkert var nýtt við þá trú sem hélt mér uppi þennan fyrsta dag. Hún var hluti af mér, alveg eins og hæfileikinn til að stjórna flugvél var hluti af mér, en hún hafði orðið sterkari með árunum, sterkari við hverja raun, hverja sorg. Árið 1955 hafði kornungur sonur minn, William, farist í bílslysi sem næstum hafði gert útaf við mig líka. Árið 1976 dó fyrri kona mín, Patricía, úr krabba- meini. Ég átti trú mína þetta langa ár sem ég var einhleypur faðir barnanna minna fjögurra, Debru, 23 ára, Alans, 19 ára, Díönu, 18 ára og Clohns, 14 ára, og allan tímann flaug ég reglulega fyrir TWA og allan tímann gætti ég þess að við værum í nánum tengslum við kirkjuna okkar í smábænum Richmond, Missouri. Og þarna, í þessari sömu kirkju, stóð Phyllis Hiser sunnudag einn meðal nokkurra nýrra safnaðarmeðlima. Það var eins og Guð snerti öxl mína og segði: "John, ég kom hingað með hana handa þér." Við gengum í hjónaband og ólum upp börn úr báðum fjölskyldum okkar. Þá dó elsti sonur minn, Alan, snögglega 27 ára gamall. Enn treysti ég á Drottin, og hann brást ekki. í hvert skipti virtist ég komast nær honum. Því var ekki að undra að í flugráninu í flugi 847 vissi ég að Guð var með mér og ég með honum. Eftir að hafa tekið eldsneyti þennan fyrsta morgun í Beirut flugum við þessa 2000 mílna löngu leið til Alsír og sxðan aftur til Beirut, hver skelfingarstundin tók við af annarri með hryðju- verkamennina spígsporandi fram og aftur eftir vélinni, berjandi á farþegunxin. Þegar við lentum öðru sinni í Beirut fór ég að vona að hrellingar okkar yrðu brátt á enda, en svo átti ekki að verða. Meðan okkur var haldið fyrir framan byssukjaftana fór annar ræninginn með sjóliða, sem hann var þegar búinn að misþyrma, að opnum dyrum flug- vélarinnar, lét þennan hughrausta pilt standa í dyrunum, skaut hann og fleygði líki hans niðurá jörðina. Ræningjarnir vildu sýna heiminum að þeim væri full alvara. Við gátum ekkert gert. Við vorum furðu lostin. Döpur. Hneyksluð. Það eina sem ég gat gert var að halla mér fram á stjórn- tækin, örmagna, með höfuðið í höndunum. Dagarnir á eftir voru ekki óslitin skelfing. Nokkur augnablik slaknaði á spennunni. Ein af lendingum okkar í Alsír- -já, ræningjarnir létu okkur fara þangað aftur- -vorum við að bíða eftir að fá eldsneyti. Olíubíll kom akandi. Phil stakk höfðinu útum gluggann, sneri sér síðan aftur að okkur. "Ég trúi þessu ekki. Hann heimtar greiðslukort til að greiða eldsneytið!" Þegar við sögðum Uli Derickson þetta fór hún að hlæja. "Ef hann vill greiðslu- kort, þá skal hann fá greiðslukort," sagði hún. Hún rótaði í veski sínu og tók upp lítið Shell greiðslukort sem hún notaði á bensínstöðinni heima. Það nægði. Þeir dældu tuttugu þúsund lítrum og skuldfærðu 5.500 dollara á krítarkortið hennar. Snemma á mánudags- morgun, fjórða daginn, vorum við aftur komin til Líbanon og farið var með farþegana í "örugg hús" í Beirut. Og þá hófst alveg nýr þáttur í fangavist okkar. Við flugmennirnir þrír, Phil, Kristján og Innsýn 2.-4. tbl. 1987 19

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.