Innsýn - 01.08.1987, Blaðsíða 9

Innsýn - 01.08.1987, Blaðsíða 9
Þér hefur verið ætlað sæti við hliðina á Kristjönu. 3á. Þetta er Kristjana. Þessi stóra þarna sem lyktar eins og gúanó. Hún gónir á þig, hún blikkar augunum í sífellu, hún þuklar hárið löngunarlega. Vilmundur sækir að þér eins og flugskeyti sem er næmt fyrir hita. Hann er 165 sentimetrar á hæð með krókudílaaugu, hungruð krókudílaaugu. Þegar hann nú stefnir beint að þér kemst þú ekki hjá því að finnast að útlínur hans velti hver yfir aðra eins og agúrkur úr yfirfullum kassa. Þú gerir þér grein fyrir því að innan sekúndna mun óstyrk skræk rödd hans reyna að tæla þig til þess að eyða laugardagskvöldinu með hon um. Anna kemur inn í enskutíma á glaðlegan og fjaðurmagnaðan hátt soðins hvítkáls. Axlir hennar virðast lafa meir og meir með hverjum degi sem líður. Hún lítur út fyrir að vera gerð úr einhverju hvítu efni líku vatns- þunnri kartöflusúpu. Anna situr við hliðina á þér, vera, sem hægt og rólega hverfur úr augsýn. Einn góðan veðurdag dregst hún líklegast saman í hvítan punkt, eins og þegar slökkt er á eldgömlu sjónvarpi, og svo mun hún svífa rétt yfir borð- plötunni. Á meðan sú hugsun fær Innsýn 2.-4. tbl. 1987 9 ii

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.