Innsýn - 01.08.1987, Blaðsíða 6

Innsýn - 01.08.1987, Blaðsíða 6
virtist undrandi yfir þekkingu minni. "Ég erfitt með að muna hluti, en þetta man ég." Við vorum komnar að skólalóðinni, og mér létti að sjá vini mína. "Það var gaman að hitta þig" sagði ég við Sóley, um leið og ég flýtti mér í burtu. "Sjáumst síðar." Ég sá hana fyrr en ég reiknaði með. Þegar ég kom í skólastofuna mína ásamt vinum mínum, tók ég eftir því að hún stóð aftast í bekknum og veifaði til mín. Sandra, ein vinkvenna minna sá hana einnig. "Æ nei", andvarpaði hún, "Ekki segja mér að þeir hafi sett hana hér í þennan bekk." Þú átt við Sóley?" "3á, hún er skrítin. Hún hefur fallið svo oft, hún hlýtur að vera alla vega þremur árum eldri en við hin." "Henni hlýtur að finnast skrítið að vera hér," sagði ég. "Hún? Ég er ekki viss um að hún hafi nóg vit til þess að gera sér grein fyrir því. Hún er sí hlæjandi. Ég þoli ekki hláturinn hennar. Hún er eins og norn!" "Ég tók eftir því", sagði ég. "Við gengum saman í skólann í morgun." Sandra leit á mig furðu lostin. "Ekki segja mér að þú ætlir þér að vingast við hana?", sagði hún. "Við þurfum ekki á henni að halda. Og við viljum hana ekki." Bjallan endaði frekari samræður, en þegar fysta kennslustundin var liðin tók ég eftir því að Sóley beið mín við dyrnar. Ég gekk framhjá henni og kepptist við að tala við Söndru. Ég vonaðist til þess að Sóley fattaði hvað ég ætti við. Hún skyldi það ekki. Hún beið mín að loknum skóladeginum. "Fara heim núna?" spurði hún. "Nei, ég þarf að fara út í íþróttasal og síðan að gera smá verkefni fyrir heimilisfræðina. "Oh." Rödd hennar virtist tóm, "ég vona að við ganga saman heim." Hún andvarpaði. "Jæja, kannski seinna", sagði hún. "3á, kannski seinna," sagði ég kurteislega. Þar sem ég átti marga vini, og ég tók þátt í miklu félagsstarfi, tókst mér að forðast þetta ÉG VAR EKKI VINKONA HENNAR. STADREYNDIN VAR SO AD HÚN VAR MER EKKERT. "seinna". En á morgnana tókst mér ekki eins vel að forðast hana. Sóley virtist bíða mín, og þó að ég legði af stað á mismunandi tímum þá virtist það alltaf enda með því að ég gekk með henni í skólann. Á síðasta skóladegi fyrir jólafrí vorum við vinkonurnar vanar að færa hvor annarri gjafir -ekkert stórt né dýrt, bara eitthvað lítið sem hentaði viðtakandanum vel. Meðal pakkanna á skrifborðinu mínu þennan dag, fann ég einn frá Sóley. Er ég fálmaði á pappírnum fann ég að augu Sóleyjar hvíldu á mér. Það gerði mig vandræða- lega. Hvers vegna gerði hún þetta? Ég var ekki vinkona hennar. Stað- reyndin var sú að hún var mér ekkert. Að lokum tók ég síðasta límbandið af, opnaði pakkann klaufalega og út kom appelsínugulur nylon bakpoki. Einmitt sama tegund og allir krakkarnir voru með í skólanum. Allir nema ég. Ég hafði litið á slíkan eitt sinn, en lagði hann frá mér jafnfljótt þegar ég sá verðmiðann. Sóley var enn að horfa á mig. Ég leit upp og augu okkar mættust. Augnablik horfðumst við í augu? Síðan roðnaði hún og leit niður. Ég gekk heim með henni þennan dag. "Þakka þér fyrir bakpokann." sagði ég. "En þú hefðir ekki átt að gera þetta. Ég gaf þér ekkert." "Þarft ekki", sagði hún hljóðlega. "Þú vinur minn." Mér leið enn verr nú„ "Ég get ekki tekið við þessu", sagði ég. "Þetta er of mikið." "Ég vil að þú hafir þetta." "Þú hefur ekki efni á þessu." Hún rétti úr sér ánægð á svip. "Ég efni á þessu," sagði hún. "Ég vinn" "Þú gerir hvað?" "Oá. Ég passa krakka og er í garðvinnu á sumrin." Ég vissi ekki hvað ég ætti að segja. Ég hélt bakpokanum. Oólafríið var búið, og skólinn var tekinn til starfa aftur þegar Kristín, íslenskukennarinn okkar lét okkur skrifa ritgerð. Efnið átti að vera: "Minnisverður 6

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.