Innsýn - 01.08.1987, Blaðsíða 16

Innsýn - 01.08.1987, Blaðsíða 16
röng. Hvor aðilinn um sig í frjálsu ástasambandi, einkum ef hann eða hún telur það hafa verið sér þvert um geð, getur líka beðið hnekki. Þar getur skapast sektarkennd og ótti við þungun og smitun. Það getur valdið síðari sambandsslitum og angist. Susan Graves rithöfundur bendir á að kynlífs- byltingin hafi valdið svo margvíslegu hugarangri vegna ímyndaðs getuleysis og þarafleiðandi lítils- virðingar hins aðilans að dapurleiki eða þunglyndi eftir samfarir sé vaxandi vandamál. 7. blekking: Samfarir gera þann sem þær ástundar að sönnum karlmanni eða konu. Þetta sjónarmið gengur útfrá að óspjölluð manneskja sé á einhvern hátt óþroskaðri eða lítilmótlegri en hinn kynferðislega athafnasami einstaklingur. En hinn óspjallaði sem geymir sjálfan sig til hjóna- bandsins skaðar ekki kyngetu sína. Þvert á móti leggur hann hærra mat á hana, lítur á hana sem fjársjóð sem aðeins eigi að njóta með útvöldum maka. Ef sjálfsþekking og geta til að ástunda sjálfstjórn aðgreina menn frá dýrum, þá gerir óheft kynhegðun mann líkari dýri en sönnum manni. Að hinu leytinu býr einstaklingur sem virðir markvisst einkvæni yfir meiri og ákveðnari karlmannlegum og kvenlegum einkennum þroska, sjálfstæðis og sjálfstjórnar. Hann er ekki hinn sigraði heldur sigurvegarinn í sókninni að skapstyrk og persónu- leika. 8. blekking: Samfarir fyrir hjónaband gefa kost á að kanna hvort hjónaefni eigi saman í hjónabandi. Það er hin gamalkunna hugmynd að prófa þurfi bílinn áður en hann er keyptur. Þegar málið snýst um vélgengan hlut er skynsamlegt að prófa gripinn til þess að ganga úr skugga um að hann falli væntanlegum kaupanda í geð. En eru manneskjur eins og vélar? Er kynlífið ekkert annað en vélræn athöfn? Reynsluakstur bíls hefur alls engin áhrif á hann. En afleiðingin af "reynsluakstri" manneskju getur orðið hugarangur, svo undarlegt sem það kann að virðast. Slík tilraun getur vakið efasemdir, tortryggni og afbrýði. Einni spurningu er ævinlega sleppt þegar þessari röksemd er beitt: Hvernig fer ef annar aðilinn telur árangurinn góðan, hinn ekki? Ef slíkt gerist finnst öðrum aðilanum hann svikinn, misnotaður og útskúfaður. Sá aðilinn hlýtur að iðrast eftir að hafa gengist inná tilraunina. Oafnvel þótt báðum aðilum komi saman um að þau njóti samfara hvort með öðru og óski eftir að ganga í hjónaband, þá er það engin bending til þess að líkamleg tengsl ein muni endast og halda hjónabandinu við. Hvort hjónanna fyrir sig gæti haft sífelldar áhyggjur: "Ef hann giftist mér bara af því að ég stóðst prófið í rúminu, hvernig fer þá ef ég stend mig ekki í framtíðinni? Samstillingu þarf að kanna fyrir hjónaband, en til eru betri aðferðir en kynmök til þess. Sam- stilling í hjónabandi byggist miklu fremur á samstillingu hugarfarsins og persónuleikans en hinum líkamlega þætti. Ástfangið fólk ætti því að íhuga hvort þau eigi nægilega mikið sameiginlegt í grundvallarverðmætum, lífsviðhorfum og markmiðum til að óska að leggja saman útá lífsins veg. Ef þau unna hvort öðru og helgast hvort öðru, þá geta þau yfirstigið allt hugsanlegt ósamræmi í kynferðislegum viðhorfum og óskum síðar. Douglas Heath fann vísindalegar sannanir fyrir þessum forsendum í þrettán ára könnun á 59 kvæntum mönnum og birti niðurstöður sínar í Archives_____of_____Sexual Behavior (gögnum um kynhegðun). Heath skýrði frá því að kynferðisleg ánægja styrktist hjá karlmönnum sem þroskað hefðu samskipti sín við eiginkonuna á grundvelli gagnkvæmrar umhyggju þeirra á milli. Menn sem temdu sér losaraleg tengsl yrðu fyrir miklu tíðari vonbrigðum í kynlífi sínu. Sem betur fer virðist trúin á þeim blekkingum sem hér hafa verið taldar upp vera á undanhaldi. Margt fólk er tekið að gera sér grein fyrir því að veruleikinn er draum- órunum mikilvægari, að gæði skipti meira máli en magn, og að kynmök byggð á gagnkvæmri virðingu veiti betri fullnægingu en vélræn atlot. Gissur Ó. Erlingsson þýddi 16

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.