Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.01.1986, Blaðsíða 39

Hagtíðindi - 01.01.1986, Blaðsíða 39
1986 35 íslendingar erlendis. Það hefur komið fram í manntölum allt frá miðri nítjándu öld hversu margir landsmanna eru fæddir erlendis og (síðan 1930) hversu margir erlendir ríkisborgarar. Síðustu ár hafa einnig verið birtar um þetta tölur samkvæmt þjóðskrá. Af íbúafjöldanum 1. desember 1985 vom 7.163 fæddir erlendis og 3.499 með erlent ríkisfang. Til samanburðar er fróðlegt að vita, hve margir íslenskir ríkisborgarar og fólk fætt hér- lendis býr í útlöndum. I inngangi hagskýrslu- ritanna með niðurstöðum aðalmanntala 1920-1950 er greint ffá tölu fólks í nokkrum löndum 1910- 1950, sem fætt var á íslandi en búsett í þeim samkvæmt þarlendum manntölum: 1910 1920 1930 1940 1950 Færeyjar 33 71 60 ... 109 Danmörk 783 1.208 1.110 1.355 1.290 Noregur (200) 324 301 ... 324 Svíþjóð 7 15 29 ... 146 Kanada 7.109 6.776 5.731 4.425 3.239 Bandaríkin (2.500) (2.300) 2.764 2.104 2.455 Tölur í svigum em áætlaðar. Nýrri tölur frá þessum löndum em yfirleitt ekkl tiltækar á Hagstofunni. Hin síðustu ár hefur verið birt í Norrænni tölfræðihandbók tala fólks á Norðurlöndum eftir ríkisfangi samkvæmt mannfjöldaskýrslum hvers lands. Islenskir ríkisborgarar hafa samkvæmt þessum heimildum verið taldir sem hér segir við árslok: Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð 1973 1.865 1.526 1974 1.932 778 1.444 1975 *) 1.901 Í9 925 1.596 1976 2.012 1.050 2.272 1977 2.247 29 1.252 3.107 1978 2.447 26 1.398 3.269 1979 2.651 29 1.400 3.518 1980 2.768 20 1.545 3.916 1981 2.777 28 1.648 3.698 1982 2.767 1.643 3.394 1983 2.937 39 1.751 3.151 1984 3.276 ♦) Noregur 1. aprfl 1976 Annars konar tölur, ófullkomnar en samt ífóðlegar á sinn hátt, má f á úr töflum um fæðingar- land og rfldsfang fólks, sem skráð er í þjóðskrá hér með lögheimili erlendis. Aðalstofn þjóðskrár í upphafi var manntal, sem fram fór 16. október 1952. Fólk, sem var dáið eða alfarið af landinu þann dag, hefur aldrei komið í þjóðskrá. Henni er haldið við með aðseturstilkynningum þeirra, sem flytja og með skýrslum presta til Hagstofunnar um fæðingar, skímir, hjónavígslur og mannslát, skýrslum dómara og ráðuneytis um hjónaskilnaði og ætt- leiðingar og ýmsu fleira. Við andlát fellur fólk úr þjóðskrá, en þeir, sem flytjast til útlanda, eru áíram á henni með skráð lögheimili erlendis. Síðan 1971 hafa þó verið felldir brott úr þjóðskrá brottfluttir erlendir ríkisborgarar, þeir, sem engin fjölskyldutengsl hafa við íslenska ríkisborgara. Þeir, sem fara til útlanda til atvinnudvalar, flytja að jafnaði lögheimili sitt til viðkomandi lands, en námsmenn nalda yfirleitt lögheimili sínu á íslandi. Þetta á þó ekki við þá, sem hafa farið til náms á Norðurlöndum eftir að samningur milli Norðurlanda um almannaskráningu kom til fram- kvæmda 1. október 1969. Samkvæmt honum þurfa námsmenn heðan að leggja ffam sam- norrænt flutningsvottorð og eru þeir teknir á almannaskrá í dvalarlandinu, en því fylgir brottfall af almannaskrá á íslandi. Námsmenn á Norður- löndum og skyldulið hafa því bæst í hóp þeirra, sem teljast til „íslendinga erlendis" samkvæmt þjóðskrá. Það skal upplýst, að fyrir skólaárið 1984/85 sóttu 1186 námsmenn á Norðurlöndum um aðstoð hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Vom 728 í Danmörku, 233 í Svíþjóð, 202 í Noregi og 23 í Finnlandi. Islendingum við störf erlendis á vegum íslenskra fyrirtækja hefur fjölgað á síðari áram, og era þeir orðnir allmargir. Flest eða allt þetta fólk og heimilisfólk þess, p.e. eiginkonur, eiginmenn og böm, og annað fylgdarlið, ef svo ber undir, er talið eiga lögheimili í viðkomandi landi - eins þótt dvölin sé stutt, ef hún er yfir 1. desember. - Á síðustu áram hefur verið vaxandi straumur fólks til Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar til tímabund- inna stífa í gistihúsum, sjúkrahúsum og víðar. Hér er að stóram hluta um að ræða skólafólk, sem dvelst ytra aðeins yfir sumartímann, og kemurþað þá ekki í hóp „íslendinga erlendis“, þar eð tölur um þá miðast við 1. desember. í tölu þeirra er hins vegar eitthvað af slíku fólki, sem áður en samnorræn skráning kom til sögunnar hefði haldist á (slandi, þótt það dveldist ytra 1. des- ember, ef ekki var um pví lengri dvöl að ræða. - íslenskt sendiráðsfólk erlendis og fylgdarlið þess heldur lögheimili sínu hér á landi. Tölur í töflu þeirri, sem hér fylgir, era sam- kvæmt þjóðskrá 1. desember 1965-1985. Marga fyrirvara þarf að gera varðandi þessar tölur. Skulu hér á eftir nefnd helstu ffávik frá því, að þær svari til upplýsinga úr manntölum annarra landa: 1. í tölumar vantar alla, sem fluttust til út- landa 1952 eða fyrr og era enn á lífi á viðmiðunar- degi. Árið 1985 era liðin 33 ár frá stofntíma þjoðskrár og er þá fækkun þessa fólks orðin mikil, en miklu munar hér 1965. íslendingum er- lendis fjölgarþví minna hlutfallslega ár frá ári en þessar tölur sýna. 2. Það er undir hælinn lagt, hvort hingað berst vitneskja um andlát íslendinga, sem sest hafa að í útlöndum. Á það einkum við um þá, sem tengjast fjölskylduböndum þar. Mun vera um að ræða nokkra oftalningu íslendinga erlendis af þesum sökum. 3. Á tölu íslenskra ríkisborgara vantar trúlega allstóran hluta bama, sem hafa fæðst erlendis, en hafa íslenskt ríkisfang [Framhald á bls. 37]

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.