Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Side 3
Skopstjórinn á ítalska farþegaskipinu
„Andrea Doria“, Piero Calamai, stendur
á stjórnpalli. Nóttin er dirnrn og þoka grúf-
ir yfir liafinu. Calamai skipstjóri hefur
staðið á stjórnpalli sjö stundir samfleytt,
utan einar tuttugu mínútur, er hann
'hafði skipti á hvíta einkennisbúningnum
sínum fyrir dökkbláan, hlýrri húning.
Hann veit, að hann muni ckki yfirgefa
stjórnpallinn í nótt. Hann hefur látið færa
sér kvöldverðinn inn í kortaklefann.
\'ið og \ið berst óinur upp á brúna
frá hljómsveitinni, sem er að leika á neðri
þiljnm. Örfáir farþeganna ern gengnir til
náða. Allstaðar er kamparín á borðum.
Kvikmyndasalurinn er fullsetinn. í hinum
glæsilegu viðhafnarsölum og á dansgólfinu
er giaumur og gieði. Á morgun verður
komið til New York, borgar nýja heimsins.
Þokulúðúrinn glymur út f .nóttina með
jöfnu millibili.
„Eg lield,“ sagði Franchini fyrsti stýri-
maður, ,,að farþegarnir séu ekki allskostar
ánægðir með öskrið í þokulúðrinum.
,,Jæja,“ ég get ekkert við því gert,“
s\araði Calamai skipstjóri. ,,\rið verðum að
hugsa um sjómennina á litlu fleytunum
sínum. Það er mikið af þeim kring um
Nantucket. Jú, við getum vikið fyrir þeim.
Við sjáum þá reyndar í radarskerminum.
F.n fjandakorni ég treysti því, að einhver
þeirra komi ekki þvert fyrir stefnið hjá
okkur á síðustu stundu.“
Calami skipstjóri gengur að radarskerm-
inum, jiar sem stýrimaður sá stendur,
sem er á vakt.
„Hvaða fjarlægð er stillt á núna?“
„Tuttugu sjómílur sem stendur.“
Skipstjóri horfir hugsandi á smáblett,
sem sést á radarskerminum og fer burt á
25 gráður.
„Gæti verið fiskibátur," sagði stýrimaður’
Vísifingurinn rennur yfir skerminn. Fjar-
lægðarhringirnir tákna hver hálfa sjómílu.
Gráðurnar eru merktar inn á skífurend-
urnar.
Skipstjórinn gengur aftur inn í brúna.
Hann veit, að liér í nánd við Nantucket
getur varla verið um að ræða, að önnur
skip en fiskibátar sigli gangstæða stefnu
við Andrea Doria. Skip á leið til Evrópu
eiga, samkvæmt fyrirskipun, að sigla tíu
mílum sunnar. Þetta gæti líka ef til vill
\erið olíuskip. F.n jrá er það líka mjög
hægfara.
Calamai starir hugsandi út í þokuna.
Hann getur ekki gert sér grein fyrir jiví, af
hverju liann er einmitt í dag að hugsa um
löngu liðna tíma. Honum verður hugsað
til styrjaldaráranna, en Jrá hafði honum
heppnazt að koma sundurskotnu skipi sínu
í höfn, sem fáir hefðu leikið eftir honum.
Þá gengur liann inn í stýrisklefann.
Skipið er búið sjálfstýringu. Hver stefnu-
breyting er merkt sjálfkrafa með stefnu-
rita inn á pappírsræmur. Hérna inni finn-
ur maður ekki gustinn, sem orsakast af
hraða skipsins. Calamai stendur fyrir fram-
an stýrisklefann og horfir inn um glugg-
ann. Ósjálfrátt verður honum hugsað til
l'yrsta skipsins síns, er liann hóf sjómanns-
feril sinn sem fjórði stýrimaður. Þá var
enginn vélsími, sjálfstýring og magnet-
kompás. Allt þetta hefur Andrea Doria.
Snúningsvísir, stýrisvísir, skiptisími, reyk-
boði, sjálfstýring og mörg fleiri nýtízku
tæki.
En mikilvægastur er radarinn. Hann er
einskonar auga, sem sér ekki aðeins hvert