Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Blaðsíða 5
Nýtt S. O. S.
5
hann liafði lokið skýrslu sinni.
Stýrimaðurinn sýnir skipstjóra stöðuna
á radarskerminum.
„Hefur Andrea Doria gefið þokumerki?“
„Já, oft. En engin merki um, að hún
muni víkja!“
„Hver er hraðinn nú?“
„Tuttugu og einn hnútur.“ ‘
„Hvenær sáuð þér „Doria“ fyrst í rad-
arnum?"
„í sautján sjómílna fjarlægð. Fjarlægðar-
mælisvæðið var stillt á 20 sjómílur.“
Carsten-Johannsen bendir á sjókortið.
„Doria var fjórar gráður á stjórnborða,
þegar fjarlægðin var átta mílur.“
Nordensen skipstjóri horfir á sjókortið.
„Þcr hafið haldið þremur sjómílum
norðar, en ég skipaði fyrir í kvöld. At-
hugið bókina, þar sem stefnan er fyrir-
skipuð!“
Carstens-Johannsen þegir. Skipstjóran-
um verður ekki þokað. Hann hélt, að
betra væri, að þeir væru meira að segja
einní sjómílu norðar enn!“
Og tíminn líður.
*
Klukkan er 23,10. „Hvað er að frétta
af Stockholm?“ spyr Calamai skipstjóri í
þriðja sinn. „Hefur hann ekki enn skýrt
frá, hvaða stefnu hann ætlar að halda?“
„Nei. Engin tilkynning,“ ei svarað.
„Endurtakið loftskeytið!“ skipar Cala-
mai. „Segið, að við munum breyta stefn-
unni.“
„Stockholm siglir enn sömu stefnu," tiT
kynnir sá, er gætir radarins.
„Ef þeir \áldu nú gefa stefnumerki með
þokulúðrinum,“ sagði Franchini. „Þoku-
lúðurinn þeirra þegir alltaf.“
„Sigluljós framundan eitt strik á stjórn-
borða!“ kallar háseti, er var á vakt á brú-
arvængnum.
Skipstjórinn hleypur upp í brúna.
Stockholm er nú um það bil tvær sjó-
inílur frá Andrea Doria.
„Hann snýr á bakborða,“ segir Franch-
ini, er hafði gripið sjónaukann.
Þokan verður myrkari. Nú sjást aðeins
ljósin á framsiglunni.
„Ef Stockholm víkur til norðurs, meg-
um við ekki gera það líka,“ sagði Calami
skipstjóri. „Við megum sem sagt ekki víkja
á stjórnborða eins og siglingaregiur mæla
fyrir um. Þá komumst við ekki fram hjá
skipinu."
Calamai reiknar í ákafa. Niðurstaðan
verður, að ef hann víkur hart á stjórn-
borða, verður þvermál snúningshrings-
ins 2200 metrar miðað \ ið 19 hnúta hraða.
Ef hinsvegar væri \ ikið á 16 hnúta hraða
yrði þvermál hringsins 1730 metrar.
Þar sem Stockholm er nokkuð til hægri
við Andrea Doria, nnindi hið síðarnefnda
ekki komast framhjá Stockholm, ef beygt
vaæi hart á stjórnborða. í næturmyrkri og
þoku verða allir útreikningar oft óná-
kværnir. En ljóst er, að hann verður að
víkja til vinstri.
„Hart á bakborða!“ skipar Calamai
skipstjóri.
Skipunin er framkvæmd í einu vet-
fangi. Stýrisvélin er sett í gang. Samstund-
is er send skipun í vélarrúmið: „Fulla
ferð áfram!“
„Ef við víkjum á bakborða með ýtrasta
afli, komumst við enn fram hjá Stock-
holm,“ sagði Calamai skipstjóri. „Svo fram-
arlega sem hann heldur núverandi stefnu."
Franchini og hinir stýrimennirnir eru
á sama máli.
Skipið leggst hart á stjórnborðssíðu og
réttir sig svo aftur.
„Rautt ljós framundan!“ kallar einn
skipverjanna í brúnni.