Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Qupperneq 6
6 Nýtt S. O. S.
Calamai skipstjóri hleypur út á brúar-
vænginn. Hann trúir ekki sínum eigin
augum. Stockholm hefur beygt á stjórn-
borðshlið. Nú gerir liann það, sem hann
átti að vera búinn að gera fyrir hálfri
stundu. En ástæðan er sú, að Nordensen
skipstjóri hélt, að Andrea Doria mundi
víkja til stjórnborðs en ekki bakborðs.
,,Skip stefnir á okkur á 65 gráða horni,"
er nú tilkynnt.
„Eru sklrúmin lokuð?“ spyr Calamai
skipstjóri.
Franchini lítur á vegginn, þar sem skil-
rúmin eru merkt með rauðu ljósi. „Jú,
öll skilrúmin eru lokuð.“
Á Stockholm hafa menn líka séð hina
hræðileg’u hættu á næsta leiti. Skipun er
send niður í vélarrúm: „Fulla ferð á-
fram!“ F.f til vill heppnast Andrea Doria
að beygja fyrir stefni Stockholms á síðustu
stundu.
Á Stockholm sjá menn aðeins græna
ljósið á Andrea Doria. Nú mun þetta
risahafskip sýna Stockholm breiðsíðuna.
díf tii vill sleppur Doria lieil úr hættunni?
Ef til vill-------
Vélar skipsins vinna af ítrasta afli ti!
þess að komizt verði hjá árekstri.
En Stockholm færist líka nær. Það líð
ur alltof langur tími þaugað til svo stór
skip geta dregið verulega úr hraðanum.
*
Klukkan 23,20. Það er nótt og bjöllur
glymja. Auk þess hljómar merkjalúður-
inn.
Nú kemur glóandi, rautt auga út úr
þokunni. Og grænt líka--------
„Góður guð hjálpi okkur!“ stynur ein-
hver. „Þeir stéfna beint á okkur. Tvö
augu ----“
Enn ein skipun. Síðasta skipunin, en nú
er allt um seinan: „Stýri lrart á bakborða!“
„Liggur við bakborð!“
Ut úr móðu næturinnar kemur heljar-
bákn, rautt, draugalegt ljósið bregður
leiftri á nokkra menn á stjórnpalli. Það
er eins og ógnandi auga, verður stærra
og ægilegra ——.
„Fulla ferð afturábak!“
„Fulla l'erð afturábak!“
En á samri stundu rennur ísbrjóts-
stefni Stockholms inn í síðuna á Andrea
Doria. Stálplöturnar bresta, dimmt brot-
hljóð frá skipshliðinni.
Niðri í skipinu Iieyrist mikill hávaði.
Andrea Doria leggst þungt á bakborða,
knúin ógurlegu höggi.
„Látið vélarnar ganga áfram með
íullum krafti®“ hrópar einlrver á stjórn-
pal 1 i Andrea Doria til StoCkholms-manna.
'„I.osið ykkur ekki frá okkur fyrr en við
höfum bátana tilbúna!“
Þetta hefði getað hindrað sívaxandi hlið-
arhalla Andrea Doria, sem veldur því, að
ekki er unnt að koma helmingnum af
bátunum á flot.
En vélar Stockliolms liöfðu þegar verið
settar fulla ferð afturábak. Með braki og
brestum losnar skipið frá átján metra
breiðri rifunni, sem það hafði sett í byrð-
ing Andrea Doria.
Andrea Doria réttir sig í svip, ruggar
tvisvar til beggja liliða, en leggst svo á
hægri hlið og liggur þar kyrr.
„Eigum við að gefa aðvörunarmerki?“
spyr fyrsti stýrimaður skipstjórann.
„Nei, ekkert uppþot óttasleginna far-
þega. Andrea Doria sekkur ekki fyrr en
að mörgum klukkustundum liðnum. En
látið loftskeytamanninn senda út S O S.
Gefið honum upp nákvæma stöðu skips-
ins!“
„C Æ D,“ sendir skipið. „Come quick-
ly, danger! Komið fljótt til hjálpar, liætta!“