Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Blaðsíða 7
Nýtt S. O. S. 7
Og svo samstundir: S O S — S O S —
S O S.
Neyðarskeytið er sent út í þokuna á
öldum ljósvakans. Að nokkrum mínútum
liðnum veit allur heimurinn, hvað hefur
skeð. Andrea Doria, eitt nýjasta og feg-
ursta skip heimsins, með rúmlega þúsund
farþegaklefum, mun sökkva í sæ innan
skamms — á nokkrum klukkustundum —
eða mínútum. Þetta glæsta skip, með sín-
um íburðarmiklu danssölum, sundlaug-
urn og viðhafnarsölum, verður ekki leng-
ur í tölu skipa.
„Þér verðið að sjá um, að neyðarlýs-
ingin á þilförum og bátaþilfarinu verði í
lagi til hins síðasta," skipar Calamai skip-
stjóri vélamönnum skipsins. „Niðri verða
eins margir menn og nauðsyn krefur. Hver
skipverji á sínum stað! Mannið björgunar-
bátaná!“
Kl. 2j,2/. Stoekholm scndir loftskeyti:
„Til allra: Við höfum rekizt á skip. S O S
- S O S - S O s.“
Á stjórnpalli Andrea Doria gengur allt
með svipuðum hætti og venjulega. Yfir-
mennirnir eru hver á sínum stað. í loft-
skeytaklefa starfa nú allir loftskeytamenn-
irnir fjórir. Við ratsjána eru og menn á
stöðugum verði. Sú hætta er fyrir hendi,
að Andrea Doria, sem liggur nú hreyfing-
arlaus og mikið löskuð, verði fyrir öðrum
árekstri, ef ekki er að gætt. Ur vélarrúmi
berast lilkynningar urn starfið við dæl-
urnar og hve mikill sjór kemur í skipið.
Annar stýrimaður reiknar enn sem ná-
kvæmast stöðu hins sökkvandi skips, svo
ha’gt sé að tilkynna hana um loftskeyta-
stöðina.
*
Kl. 23,30. Móttekið fyrsta svarskeyti úr
landi. Loftskeytastöðin á ströndinni við-
urkennir móttöku S O S-kallsins:
„Strandvarnarliðið hefur undirbúning
að björgunaraðgerðum. Fyrstu skipin
leggja frá landi. Björgunarflugvélar eru
kallaðar ;i vettvang. Brottför þeirra verð-
ur þó að fresta um sinn vegna óheppilegra
veðurskilyrða.“
Hliðarhallinn á Andrea Doria eykst
jafnt og þétt. Stjórnpallurinn líkist einna
helzt brattri fjallsegg.
Ahafnir björgunarbátanna ,iiafa fylgt
liði hver á sínum stað,“ tilkynnir annar
stýrimaður.
Calamai skipstjóri horfir af brúarvængn-
um á bátaþilfarið. Það er lýst með sterk-
um raflömpum.
„Það er ekki hægt að setja alla bátana
á flot bakborðsmegin,“ tilkynnir annar
stýrimaður.
Hilðarhallinn er nú 35 gráður. Skipið
liallast jafnt og þétt á stjórnborða.
„Tíu menn við hvern bát bakborðs-
megin og ýti þeim út fyrir borðstokkinn,"
leggur einn stýrimannanna til málanna.
Calamai skipstjóri hristir höfuðið. Hann
hefur ekki trú á, að það megi takast. Og
séu bátarnir losaðir úr uglunum og rennt
niður skáhalla skipssíðuna, þá steypast
þeir í sjóinn og fyllast.
„Það væri betra að hafa gúmbáta,“
segir einftver.
Franchini kinkar kolli. „Já, stóra gúm-
báta —“
Yfirmennirnir hverfa nú af stjórnpall-
inum, hver á sinn stað.
Skipstjórinn stendur út við brúarvæng-
inn ásamt fyrsta stýrimanni. Menn eru
settir -til að gæta sírnans og vélsímans. Ut
váð borðstokkinn standa nokkrir hásetar,
þreytulegir á svip; þeir eiga að flytja boð
á milli staða, ef þörf krefur. Þeir eru ró-
legir á svip og alvarlegir.
*