Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Page 8
8 Nýtt S. O. S.
Kl. 23,jo. Nokkrar tilkynningar hata
borizt. Strandvarnaliðið tilkynnir: „Níu
skip nálgast slysstaðinn. „Cap Ann“ er nú
í átta sjómílna fjarlægð.“
Calamai skipstjóri talar við yfirvélstjóra
í síma.
„Á að tilkynna farþegunum, að skipið
sé að sökkva?“ spyr fyrsti stýrimaður.
Calamai hristir höfuðið. „Nei. Yfirvét-
stjóri segir, að dælurnar hafi meira en
undan. Skipið mun iialdast ofafisjávar
nokkrar klukkustundir enn. Við skulum
ekki valda uppþoti að ástæðulausu. Þegar
björgunarbátar frá öðrum skipum leggja
að skipshliðinni, tilkynnum við í hátalara
skipsins, að farþegar skuli fara í bátana."
Þokunni léttir. Fölum bjarma tungls-
ins slær á bæði skipin, annað dauðada'tnt.
hitt ilta útleikið.
*
26. júli, kl. 0,20. Stockholm sendir loft-
skeyti: Höfum orðið fyrir miktum skemmd
um. Stafn allur brotinn. I. lest full af
sjó. Hjálp nauðsynleg.“
„Lítur illa út lijá þeim hinum megin?“
segir einn liásetanna í brúnni við félaga
sinn.
Kl. 0,22. Annar loftskeytamaður gengur
til skipstjórans. „Rétt núna var að berast
skeyti frá Stockliolm: Til Andrea Doria:
Setjið út báta ykkar. Við geturn tekið
á móti þeim.“
Calamai skipstjóri skrifar á loftskeyta-
eyðublaðið: „Höfum of mikinn liliðar-
lialla. Getum ekki komið bátunum á flot!
Gjörið svo vel að senda björguriarbáta
til okkar tafarlaust!“
„Sendið þetta þegar í stað!“ skipar hann
loftskeytamanninum.
Kl. 0,38. Gufuskipið „Cap Ann“ til
Andrea Doria: Erum að nálgast slysstað-
inn. Björgunarbátar tilbúnir. Höfum tvo
báta.“
Skömmu síðar kemur skeyti frá franska
risaskipinu „Ile de France“: „Erum á leið
ti! ykkar með fyllsta hraða. Komum um
kl. 1,45.“
Um alla ganga á Andrea Doria eru
menn á harðahlaupum.
Óttasleginn og æstur farþegi inópar há-
stöfum: „Við sökkvum eftir tíu mínútur!"
„Þvaður!“ segir einn þjónanna og réttir
konu sundbeltið sitt. „Skipið getur hald-
izt á floti margar klukkustundir."
„Það er alveg sama! Titanic var þrjár
klukkustundir ofansjávar, þó létu yfir þús-
und manns lífið!“ hrópaði annar.
Á bátaþilfarinu eru nú þrír björgunar-
bátar tilbúnir. Farþegar taka að flykkjast
þangað.
„Konur og börn fyrst!“ hrópar stýri-
'maðurinn.
Nokkrir menn reyna að komast upp í
bát, þar sem áhöfnin er reiðubúin við
blakkirnar.
„Farið frá!“ kallar fyrirliðinn.
„Þetta er minn bátur!" hrópar gamall
maður.