Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Síða 9

Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Síða 9
Nýtt S. O. S. 9 Ringulreiðin fer vaxandi. Það cr ekki sök áhafnarinnar. Hver farþegi skips — sama liverrar þjóðar — hefur númer björg- unarbáts síns yfir rekkjunni í svefklefa sínum. Hann veit, hvert honunt ber að snúa sér, ef skip hans lendir í hafsnauð. Þessi númer segja til um, í hvaða bát viðkomandi farþega er ætlað pláss, hvort sem um kven- eða karlfarþega er að ræða. Þegar skipað er: „Konur og börn fyrst!“ ' þýðir það, að þessir farþegar hafa for- gangsrétt án tillits til áður ákveðinna reglna. Kemur því oft fyrir, að þá, er farþegi kemur að l)át sínum, er hann yf- irfullur! Hásetarnir láta farþegana fá björg- unarbeltin sín. Þau eru með öðrum lit en belti farþeganna. Maður beygir sig út yfir borðstokkinn: hann sér, að skipshliðin er sundurtætt. Stálplöturnar eru skornar sundur á löngu svæði og reyk leggur út úr skrokknum. Þessa átján metra löngu rifu hefur hið htassa ísbrjótsstefni Stockholms rifið á skij)ið. Hálfur danssalurinn á Andrea Dor- ia er í rúst. Kolblár sjórinn streymir inn í skipið. F.inn gangurinn er kominn í kaf. „Farið frá, þetta verður ekki látið við- gangast!" kallar þjónn nokkur, sem er að lijál}>a gamalli konu. Einhver Iiorfir með forvitnissvip á rústirnar, sem loka ganginum. „Fólkið þarna inni í svefn- klefunum drukknar," segir einn farþeg- anna. „Eða kremst undir brakinu,“ segir annar. Hugur allra farþeganna fellur nú í sama farveg, að konrast sem fyrst ujrp á þilförin, h\ að s\’o sem tekur \ ið. Allt í einu tekur þokulúðurinn að gjalla, langvarandi og dimmt, eins og deyjandi dýr. Fólkið, sem fikrar sér með crfiðis- munum ujrp skáhalla stigana. verður sleg- ið auknurn ótta. Það veit ekki, að Stockholm er að gefa „Cap Ann“ merki með þokulúðr- inum, en hið síðarnefnda skip nálgast nú óðum. Fyrir enda gangsins er kapellan, sem fyrr er sagt. Prestur stendur fyrir framan altarið. „Látum oss biðja! “ hrópar hann hárri röddu. „Þér eruð ekki glötuð! Guð kallar yður, og sá, sem hann kallar, er ekki glataður!“ Þjónn ber meðvitundarlausa stúlku í fanginu. Honum er erfitt um gang, því sk ipið leggst meira og meira á stjórn- borðshlið. Skemmtigönguþilfarið hallast nú mjög mikið. Það er dimmt; menn skríða eftir þilfarinu. — Konur — börn — Skammt frá Andrea Doria liggur Stock- liolm, skínandi hvítur og baðaður í ljós- hafi. Tveir bátar leggja frá skipinu —. Kl. 1,10. Cap Ann sendir loftskeyti: „Til „Ile de France“. Andrea Doria þarf nauð- synlega að fá björgunarbáta handa þús- und manns og fimrn hundruð skipverja." Er Calamai skipstjóri fréttir um þetta skeyti, lætur hann senda svohljóðandi loft- skeyti: „Kl. 1,12. Andrea Doria. Þurfum miklu fleiri björgunarbáta. Getum ekki notað eigin báta!“ Kl. i,2j. Cap Ánn til Andrea Doria: „Tveir bátar frá okkur nálgast nú Andrea Doria!“ Kl. i,ij. Nú kemur loks hin langþráða tilkynning frá Ile de France: „Til Andrea Doria! Erum í níu mílna fjarlægð frá yð- ur. Setjum á flot svo marga björgunar- báta sem hægt er.“ Nordensen skipstjóri á Stockholm vill líka taka þátt í björgunarstarfinu, þótt

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.