Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Blaðsíða 10
io Nvtt S. O. S.
skip hans sé ekki sem bezt á sig komið.
Hann sendir Andrea Doria skeyti: „Setj-
-um á flot alla björgunarbáta, sem við höf-
um tiltæka.“
Þetta mun hafa verið ærið erfitt fyrir
Nordensen skipstjóra, að stíga þetta skref.
F.ftir áreksturinn var aðeins eitt skilrúm
milli hafs og skips. Bilaði það, mundi
Nordensen skipstjóri þurfa á öllum sín-
um bátum að halda! Bátaþilfarið bakborðs-
megin gnæfir hátt upp úr sjó. En hallinn
er svo mikill, að allt, sem laust er, kastast
fyrir borð. Stjórnborðsmegin eru gluggar
viðhafnarsalarins og skemmtigönguþilfarið
í kafi, sjórinn streymir inn í salina. Borð,
stólar og hljóðfæri berast með stríðum
flaumnum. Skipsdrengur gengur upp í
brúna. Hann vill endilega láta skipstjór-
ann hafa björgunarbeltið sitt.
,,Vel hugsað, drengur minn!“ segir Cala-
mai skipstjóri. ,,En hafðu beltið þitt sjálf-
url“
Kl. 1,50. Nú kemur Ile de France á slys-
staðinn. Bátaþilfarið með tuttugu björg-
'unarbátum er ljómað sterkum Ijósum. Ur
skipsljórunum tinclra þúsundir ljósa í löng-
um röðum. Ljóskösturum er beint að
sökkvandi skipinu.
Á stjórnpalli risaskipsins franska stend -
ur de Beaudéan skipstjóri, og stjórnar
björgunaraðgerðum. Sjórinn er kyrr, bát-
arnir renna auðveldlega úr nýtízku báts-
uglunum niður á hafflötinn. Hreyflarnir
drynja, lítil ljós, rauð og græn, hreyfast
hratt á sjónum og stefna í sömu átt.
Nú berast fleiri loftskeyti.
Kl. x,5j. „Manaqui" til Andrea Doria:
;,Verðum komnir ti! yðar um kl. 4 í fyrra-
málið. Höfum tvo l)jörgunarbáta."
Kl. 2,02. „Robert Hopkins“ til Andrea
Doria: „Erum staddir 18 til 19 mílur í
austur frá yður. Komum eftir klukku-
stund. Höfum tvo björgunarbáta.“
Kl. 2,/4. „Laura Marsk“ til Andrea
Doria: „Komum eftir tvær stundir."
Andrea Doria sendir skeyti: „Kl. 2,14.
Til allra. Loftskeytasainband við okkur
rofnar sennilega mjög fljótlega. Mikill
hliðarhalli. S Ó S . . .“
Kl. 2,20. Ile de France sendir loftskeyti:
„Tíu bátar frá okkur eru á leiðinni."
Björgunarstarfið er hafið. Cap Ann lief-
ur tekið á móti lyrsta bátnum með skip-
brotsmenn innanborðs.
Ljósin á „Robert Hopkins" koma nú í
sjónmál.
Eyrst nú virðist óttinn ná verulegum
tökum á farjjegunum. Óttinn við dauðann
kom raunverulega á eftir áætlun! Biðin
reynir mest á taugarnar. Skipsstiga hefur
verið rennt niður, en vegna hliðarhallans
kemur hann að litlum notum.
Yfirmenn á Andrea Doria skipa þá svo
lyrir, að hengja skuli kaðalstiga og stór,
sterk net, sem venjulega eru notuð til
þess að lyfta vörum upp í þeim. Farþeg-
arnir klifra nú niður þessa stiga og net.
Bátar koma nú hver of öðrum og leggja
að skipshliðinni.
ítalski far])eginn Di Sandro ber níu ára
dóttur sína á handleggnum. Kona hans
styður sig við hægri hönd hans. Þau ]x>ka
sér að borðstokknum. Fimm metrum neð-
ar er björgunarbátur frá Stockholm.
„Attentione!" kallar Di Sandro. „Veit-
ið athygli! Eg kasta barninu niður til
ykkar —“
Sex hendur eru réttar upp til að grípa
barnið. F.n í sama bili kemur kvika und-
ir bátinn. Barnið, sem Di Sandro hefur
látið detta, fellur niður í botn bátsins.
Foreldrar barnsins sjá ekki hvað skeði,
vegna þess hve skuggsýnt var. Þau láta
sig falla niður í sjóinn. Bátur frá Ile de