Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Blaðsíða 15

Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Blaðsíða 15
Nýtt S. O. S. 15 höfum sagt þeim það,“ svarar Serra. „Ian- ello þjónn kafaði niður í klefa kvikmynda- leikkonunnar Ruth Ramon og kom upp með þandfangið af skartgripakassanum milli tannanna.“ „Hvers konar skrípalæti eru þetta?“ sagði skipstjóri hörkulega við Serra. „Þjón- arnir eiga að hjálpa konum og börnum." ,,I>að gera þeir líka, Signor Commaiv dante. Þjónninn Sciachitano hefur farið niður í skipið að minnsta kosti tíu sinn- um til þess að hjálpa til við að bjarga börnunum. Sama er að segja um Tamberi og Soncini barjijónn. Mínir menn hlaupa ekki í bátaria fyrr en öllum farþegunum er borgið. Það eru bara Jvessir bölvaðir kokkar —“ Nú ber fyrsta vélstjóra að. Hann at- hugar uppdráttinn af skipinu ásamt skip- stjóra. „Það er illt, að Jaessi bölvuð skilrúm skuli ekki koma að notum,“ segir Calamai. „Dælurnar eru þó í gangi ennþá?“ „Hér er ekki lekinn einn að verki,“ svarar yfirvélstjórinn. „Þótt rifan sé átján metra löng og tíit metra breið, nnmdi skilrúmið samt liafa haldið. En aðaljiil- farið hefur ekki Jrolað vatnsþungann og brotnað. Þar sem skemmtigönguþilfarið liggur í sjó, streymir sjórinn ofan í skip- ið. Skipið er búið að vera. Síðan hliðar- hallinn varð svona gífuríegur streymir sjórinn óhindraður niður í skipið.“ „Þér lialdið, sem sagt, að ekki verði ha^gt að draga skipið til hafnar?" spurði Calamai skipstjóri. „Já, ég hef ekki trú á því. Jafnvel þó við getum látið dælurnar starfa. Við get- um haldið {Deim í gangi til kl. 5 í fyrra- málið. — Lengur ekki — Skipstjórinn hugsar sig um stundar- korn. „Þá það. Klukkan finnn mun ég fyrir- skipa skipshöfninni að yfirgefa skipið. Fyrsti stýrimaður heldur, að síðasta farþeg- anum verði bjargað um kl. 4,30. Allir, sem ekki þurfa nauðsynlega að vinna í vélarrúmi verða að hjálpa til á Julfari. — Hvernig í ósköpunum hefur svona stórt gat komið á skipið?“ „Því er auðvelt að svara, Signor Connn- andante. Stockholm hefur skorið stóra glufu með ísbrjótsstefninu. Skriðþunginn er mikill og glufan stækkar. F.n þegar vél- ar Stockholms fara að ganga afturábak til Jaess a ðdraga skipið út úr síðu okkar, Jrá hlýtur stýri þeirra að hafa verið í stjórn- borðshlið. Þess vegna reif Stockholm sig ekki beint út úr Andrea Doria, heldur vann með fullu afli til hliðar. Fins og klaufalegur tannlæknir sargar tönn fram 'og aftur og brýtur hana loks í kjálkan- um, vann Stockholm. Hann ruddi sér braut til baka með enn meiri eyðileggingu. Eg skal segja yður eitt, Commandante. Mig langar að líta á Jætta seinna með köfurunum! — Hvenær á ég að senda mína menn á J:>ilfar?“ „Þér munuð fá skipun úr brúnni. Eins og ég hef sagt, verður byrjað að flytja á- höfnina í land kl. 5. Þá síðustu tuttugu sendi ég svo að lokum í land.“ Calamai skipstjóri víkur sér frá án þess að svara spurningunni. Nokkrum mínútum síðar ný orðsending í hátölurunum: „Til allra. Látið á ykkur sundbeltin og verið viðbúin að fara í bátana! Áhöfnin mun aðstoða yður!“ * Guglielmo Soncini barþjónn lokar nú búð sinni. Hann lokar skápnum, en veit um leið, hve vita meiningarlaust það er. Hann mun ekki lengur þurfa að standa neinum reikningsskap fyrir sölu á whiskýi

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.