Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Side 16
16 Nýtt S. O. S.
og vermouth. Æðruleysi hans er engin
uppgerð. Soncini hefur ekki verið bar-
þjónn alla ævina. í styrjöldinni var liann
á beitiskipinu ,,Pola“, sem var sökkt.
Hann var á tnndurspillinum „Attendole“,
er einnig var sökkt, og seinna á tundur-
spillinum „Bande Nere“, er einnig var
sökkt, en menn björguðust.
Soncini verður litið á hljóðfærin, sem
hafa runnið í lirúgu út að vegg vegna
hallans, brotin og brömluð. Aldrei fram-
ar mun hljómsveitarstjórinn okkar, hann
Mazzoni, standa hnarreistur á palli og
stjórna sinni stóru hljómsveit, hugsar bar-
þjónninn. Þá skorðar hann sig upp við
barborðið, smeygir sér úr hvíta smókingn-
um sínum, klæðist hlýjum jakka, bindur
klút um hálsinn og setur húfu á höfuðið.
„Get ég kannske hjálpað yður?“ spyr
hann hina fögru dansmey, Agnese Bar-
ata við Mailander Scala, er leiddi móður
sína, sjötíu og sex. ára að aldri upp á Jrilj-
ur. Það er talsverðum erfiðleikum bund-
ið að koma konunni yfir skáhallt Jrilfarið
að stiganum. Soncini hjálpar báðum kon-
unum.
Miðskips er Andrea Doria nú aðeins
fjóra metra upp úr sjó.
„Við verðum að láta móður yðar renna
niður í bátinn,“ sagði Soncini.
„Nei, við bíðum unz Jrilfarið er jafn-
hátt björgunarbátnum,“ svaraði ungfrú
Barata.
Soncini snýr sér þá að því, að hjálpa
konu, sem er að reyna að koma manni
sínurn í bát, en hann er veikur. Það gekk
yel að koma manninum niður í bátinn,
enda Jxrtt hann væri bundinn niður í stól.
Nokkru seinna kemur Soncini þar, sem
hann hafði hitt dansmeyna og móður henn
ar. Þau eru horfin. Agnese Barata og gamla
konan eru hvergi sjáanlegar Nöfn þeirra
fundust síðar á lista yfir hina látnu. —
Soncini bjargaði syni leikkonunnar Ruth
Ramon, Dickie litla. Svo fór hann frá borði
með síðasta bátnum, jafn rólegur og hann
hafði á sínurn tíma yfirgefið sökkvandi
herskipin „Pola" og „Bande Nere“.
*
Kl. 3,28. Á stjórnpalli Ile de France,
sem er eitt stærsta farþegaskip Frakka;
43,450 brúttólestir, stendur skipherrann,
Raoul de Beaudéan. Vélsíminn glymur án
afláts. Það er ekki eins auðvelt og ætla
mætti, fyrir slíkt risaskip, að lialda sig
alltaf í sönni fjarlægð frá Andrea Doria.
Auk þess liggur Cap Ann mjög nálægt,
svo og Stockholm, sem lætur illa að stjórn
eins og nú er komið. Vindar og straumar
gera sitt til, að erfitt er, að halda svona
stórum skipum í horfi.
Ile de France nálgast Andrea Doria til
Jress að björgunarbátarnir Jjurfi ekki að
fara óþarflega langa leið.
í eldhúsum Ile de France eru nú fram-
leiddir nokkrir hektólítrar af svörtu kaffi,
til Jjess að geta gefið skipbrotsfólkinu
eitthvað heitt að drekka. Michel Delafon,
yfirlæknir á Ile de France, hefur með hjálþ
nokkurra skipverja og tveggja hjúkrunar-
k\ enna, komið upp bráðabirgðasjúkraskýli.
Fólk, sem hefur fengið taugaáfall, húð-
skrámur, högg og sár verður að komast
sem fyrst undir læknishendur. Hundruð
teppa eru tekin í notkun, Jrví flestir, sem
bjargazt hafa eru annað tveggja, gegn-
votir eða klæðalitlir. Margir koma í sund-
urtættum samkvæmisklæðnaði eða á nátt-
fötum einum og börn undantekningarlít-
ið í þunnum náttkjólum.
Tíu björgunarbátar frá Ile de France
eru í stöðugum flutningum milli skipanna,
undir stjórn stýrimanna og vélstjóra.
Risahá rís skipshlið Ile de France yfir