Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Side 17

Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Side 17
Nýtt S. O. S. 17 bátunum, scm koma með farþegana frá Andrea Doria. \7ið komu hvers báts blasir ávallt \ið sama sjónin: Þegar báturinn kemur úr myrkri næturinnar inn í ljós- haf Ile de France, heyrist grátur og stun- ur aðkomufólksins. Jafnvel marghertir há- setar og læknar verða gripnir tilfinning- um, er að jafnaði sækja lítt að sjófarend- um. En þeir láta sem ekkert sé og bíta á jaxlinn. Börnin eru hífð upp í léreftspokum, en konur í hengirúmum. Sumum karlmann- anna þarf að hjálpa. Dr. Monnier, annar læknir á Ile de France, tekur á móti fólk- inu á þilfarinu. Tveir þjónar hafa þann starfa, að leysa björgunarbeltin af fólk- inu um leið og það kemur á Jrilfarið. Sias- aðir og sjúkir eru fluttir tafarlaust til Delafon’s læknis. Þeir, sem eru úrskurð- aðir heilbrigðir fá teppi, koníakssopa og er því næst vísað í svefnklefa. Harma- kvcin kvenna og barna, er leita eiginmanna eða feðra fá mjög á hina harðgerðustu sjómenn. En þá fyrst tekur í hnúkana, er nagandi ótti verður að vissu, og menn komast að raun um, að þeirra nánustu eru ekki lengur í tölu lifenda. Skipverjar á Ile de France reyna að telja kjark í þá, sem bjargazt Iiafa. Þeir skírskota til þess, að mörg hundruð farþega eru þegar komnir um borð í Stockholm og Cap Ann hefur tekið á móti tvö hundr- uð manns. M.æður leita að börnum sínum, börnin leita foreldra sinna. Flestir eru þjakaðir og illa til reika. Flestar konurn- ar eru klæddar nýtízku kvöldkjólum, sem hanga eins og blautir pokar á líkama þeirra og sumir eru rifnir. Fólkinu fjölgar jafnt og þétt í sjúkra- skýlinu. Margir hafa meiðzt, er þeir voru að yfirgefa skipið, sumir fótbrotnað, er þeir stukku niður í bátana. Farþegarnir á Ile de France láta skipbrotsmönnum í té lúksusíbúðir sínar. Nokkrir skipbrots- manna eru dregnir upp úr sjónum. Kona er flutt um borð, og sést ekki lífsmark með henni. Monnier læknir kemst þó að raun um, að h'f leynist með konunni. Lífgunartilraunir báru árangur að nokkr- um tíma liðnum. Konan ltjarnaði við, en kvartaði um slænian höfuðverk Flestir farþegar á Ile de France eru á fótunr og dvelja á efri þiljum. Yfirmenn- irnir á skipinu láta sjúkum og slösuðum í té svefnklefa sína. Börnin ganga þó fyr- ir og er þernunum falið að annast þau. * „Börnin fyrst í bátana!“ Þetta heyrir Maria litla Dooner að hróp- að er á þilfari Andrea Doria. Hún er að- eins fjögnrra ára gömul og leitar að móð- ur sinni í sárustu örvæntingu. Þjónn legg- ur sundbelti um barnið. Áður en nokkr- um manni gafst ráðrúm til að hindra það, hljóp Maria litla fyrir borð jafnskjótt og hún hafði fengið beltið! Móðir telpunnar fær nokkra háseta í lið með sér og þau leita þar sem telpan kastaði sér út. Henni er þó bjargað á síðustu stundu í björgun- arbát frá Ile de France. Nokkur börn, holdvot frá hvirfli til ilja, finna foreldra sína unr borð í Ile de France. Tvö börn standa afsíðis og gráta. Þau sjá mæður sínar ekki aftur í þessu lífi. í hópi farþeganna er prestur nokkur, Abbé Chevalies, er biður fyrir börnun- um og fyrir björgun mæðra þeirra. Þriggja ára telpa ítölsk kemur ekki upp nokkru orði vegna ekkisoga. Síðar fann hún móður sína í New York. Tvö börn önnur geta hvorki sagt til nafns síns né þjóðernis. Björgunarstarfinu er haldið áfram af kappi og skipbrotsmenn skrásettir um leið

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.