Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Page 20

Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Page 20
20 Nytt S. O. S. En þeir ályktuðu, að það hefði reynzt gagnslaust. Það ltefði að vísu verið unnt að rétta skipið, en ekki nema um stundar- sakir. Sennilega hefði skipið þá sokkið mjög fljótlega. Þegar skip er svo illa farið, er ekki hægt að bjarga því með því að jafna hallann." „Hversu mikið er dýpið hérna?“ spyr télstjórinn. „Dýptarmælirinn sýndi sjötíu og sjö metra.“ Vélstjórinn kinkar kolli og hugsar: ,,Ef Andrea Doria færi niður beint á aftur- endann, mundi stefnið gnæfa eins og turn 135 metra upp úr sjó! Hugsanir skipstjórans beinast í allt aðra átt. „F.f enn væri nú hægt að dæla sjó í skipið? í bakborðsgeymana! Ef unnt væri að láta það sökkva á réttum kili?“ Cala- mai skipstjóri gerir sér í hugarlund, að þá rnundi auðveldara að lyfta skipinu, heldur en ef það leggðist á hliðina og fylltist af sandi. Hann veit þó, að vart mun hugsan- legt, að takast megi að bjarga því á þann hátt. Ekki heldur að draga það til hafnar. En hann rígheldur sér samt í þá veiku von. Þótt líkurnar séu ekki ein á móti hundraði. „Komið þér með mér!“ mælti hann eft- ir stundarkorn. „Mig langar að líta niður.“ Það er ekki hættulaust að fara niður í skipið eins og hliðarhallinn er orðinn. Kaldur gustur blæs á móti þeim neðan úr skipinu. Þeim veitist örðugt að feta sig niður stigann. í bakborðssíðu vélarýmis vinna dælurnar enn. Mennirnir sitja í hnipri hjá þeim og stara á skiptitöflurnar. Fætur mannanna liggja ofan í vatninu. Hálfnakinn maður, ataður olíu og kol- svartur í andliti hamast við dælurnar. Cala mai skipstjóri þekkir hann ekki. Þetta er þó annar vélstjóri. Calamai verður þungt um andardráttinn hérna niðri. Þunnt skil- rúm skilur milli lífs og dauða. Skilrúmið getur brostið á næstu sekúndu; þá hvolfir skipinu á samri stundu og þeir eru allir dauðans herfang. Þessi maður, sem hamast við dælurnar, ataður óhreinindum, er alls ólikur hin- um þéttholda og virðulega Fortunanto vélameistara. „Hvað er að frétta, Fortunanto?" spyr Calamai skipstjóri. „Sjórinn hækkar jafnt og þétt.“ „Og dælurnar?" Það kenndi andþrengsla í rtidd vélstjór- ans og votts gremju: „Dælurnar ganga ennþá. En sográsirnar eru stíflaðar." „Eftir eina klukkustund eða svo koma tvö dráttarskip til okkar“, mælti skipstjór- inn. „Gott. Þá losnum við kannske \ið að kafa hérna lengur!“ Vélstjórinn þtingar bros fram á varirnar. „En að draga okkur til hafnar? Jú, það er fræðilegur mögu- leiki meðan við höldumst á floti og hlið- arhallinn fer ekki yfir sextíu og fimm gráður. En lítið á hnoðnaglana, Comm- andante! Þeir detta úr eins og tapparnir úr kampavínsflöskunum hjá farþegunum okkar í gærkvöldi. Þrýstingurinn veldur þessu, þegar skipið liggur svona á hlið- inni. Þegar dráttarskipin taka í okkur, lendir allur þungi skipsins og dráttar- þrýstingurinn á stjórnborðs-slðu. Og Doria liefur nú aldeilis fengið spark í skrokkinn!" „Eg ætla samt, þrátt fyrir allt, að freista þess að láta draga okkur til hafnar, þegar dráttarskipin koma,“ svaraði Calamai. „Eg tek á mig ábyrgðina." „Allt í lagi. Eg verð á mínum stað," svarar vélstjórinn. „Eitt skal yfir okkur báða ganga. En . . .“

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.