Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Síða 22
22 Nýtt S. O. S.
um fram á ásanit hjálparmönnum. Þeir
gera klárt til að hægt sé að festa dráttar-
taugar í skipið, ef með þarf.
„Ecco, þarna koma þeir,“ segir einn
mannanna á brúnni og bendir í vestur.
„Dráttarskipin----“
Þessi litlu en kraftmiklu skip færast
nær. Klukkan er farin að ganga átta um
morguninn, þegar skipin eru loks komin
að Andrea Doria. Skipstjórarnir á drátt-
arskipunum sjá mikla vatnsbunu streyma
út úr bakborðssíðu Andrea Doria.
„Þeir virðast dæla enn af fullum krafti,“
sagði Mc Connor, er var einn yfirmann-
anna. „Kannske komum við kláfnum til
Nantucket-eyju áður en hann sekkur.
*
Nú ber það til tíðinda á Stockholm eða
öllu heldur yfir skipinu, að kopti stefnir
að skipinu og hnitar yfir því liringi. Það
gengur illa að láta koptann nema stað-
ar beint yfir skipinu, því dagmálagolan
Iirekur hann jafnan frá því. Stockliolm
lætur illa að stjórn, sem von er, þar sem
framskipið er eins og brotin sardínudós.
Loks kasta koptamenn niður kaðli og í
enda hans er bundið hengirúm.
' Nú kemur skipslæknirinn upp á þilfar.
H<)fuð barnsins er allt reifað sáraumbúð-
um. Læknirinn og hjúkrunarkonan sveipa
barnið í teppi og leggja púða varlega um
höfuð þess. Augu barnsins horfa biðjandi
á lækninn; [)au lýsa hryggð og ótta.
„Flugmaðurinn góði flytur þig til
mömmu á sjúkraltúsið,“- sagði læknirinn
í huggunarrómi. „Hún mamma þín bíð-
ur eftir þér.“ Hjúkrunarkonan þýðir orð
læknisins á nokkur tungumál.
Svo er barnið bundið fast niður í hengi-
rúmið.
Tugir manna veifa og hrópa samtímis.
Flugmaðurinn á koptanum hefur tekið
eftir merkinu. Þá er rúmið dregið upp;
koptinn fer þráðbeint upp til að byrja
með.
„Norrna fer í himininn,“ segir barn, sem
stóð út við borðstokkinn, og starir á eft-
ir flugvélinni. Barnið veit ekki, hversu
mikill sannleikur er fólginn í orðurn þess.
Norma litla dó í sjúkrahúsi í Boston, án
þess að þekkja löreldra sína, er höfðu
bjargazt.
Norma litla var ekki sú einasta, er
koptarnir sóttu. Um kl. 8,32 varð Stock-
holm að nema staðar í annað sinn. Tveir
koptar svifu yfir afturlyftingunni. Fimm
menn, illa slasaðir, voru bornir upp á þil-
farið og lagðir í hengirúmin, er koptarnir
drógu svo varlega upp. Að því loknu tóku
þeir stefnu á Nantucket-eyju. Tveir þeirra,
er koptarnir sóttu, dóu í sjúkrahúsinu í
Nantucket. Þrír komust til fullrar heilsu.
Flugmaðurinn sá lík reka á sjónum.
*
Kl. 9,02. Nú heyrast þungar drunur
niðri í Andrea Doria. Öðru hvoru heyr-
ast bung högg, eins og barið sé í skips-
síðuna með þungum hömrum.
„Það er farmurinn!“ segir einn mann-
anna í brúnni.
Þeir finna, að gólfið riðar undir fótum
þeirra. Andrea Doria sígur enn meira á
stjórnborða, en réttir sig aftur Iítið eitt.
„Hliðarhallinn er sextíu og átta gráð-
ur,“ tilkynnir einhver, sem er við stjórn-
tækin.
Calamai skipstjóri veit, að nú muni hið
versta ske. Honum verður litið til aftur-
lyftingar skipsins. Fáninn blaktir við luin,
eins og venjulega. Hann blaktir léttilega
í vestangolunni, rétt eins og ekkert hafi
skeð.
Annar dráttarbáturinn fer nú mjög ná-
lægt Andrea Doria.