Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Blaðsíða 24
24 Nýtt S. O. S. —
stjórinn og nokkrir yfirmenn aðrir, er
reyndu til síðustu stundar að bjarga skip-
inu, eru farnir frá borði. Aðeins aftur-
hluti skipsins er enn upp úr sjó.“
En Andrea Doria sekkur ekki enn, aft-
urlyftingin rís iiærra. Hinar voldugu skips-
skrúfur lyftast upp úr sjó. Mönnum gæti
dottið í hug ægilegt sæskrímsli, sem veif-
ar skottinu. Svo leggst Andrea Doria al-
veg á hliðina. Ailt í einu sjást mikil boða-
föli. Sjórinn streymir í firnamikið gin
reykháfsins.
Útiiafið lykst yfir þetta glæsilega skip,
er örlögin léku svo grátt. Hringiða mynd-
ast, bylgjur og boðaföll; svo sléttir hafið
yfir hina votu gröf.
F.n þó sér enn á lremra siglutoppinn,
sem rís skáhallt upp úr sjónum, bara
nokkra metra. Svo hverfur hann líka í
djúpið. Toppljósið í siglutrénu var í sam-
bandi við neyðarraihlöðu. Síðasta ijós
Andrea Doria lýsir enn niðri í djúpið,
Mýsir leiðina í dauðann eins og ljós á leg-
steni.
Kl. 10,10. Andrea Doria marar í kafi,
vegna þess að enn er í henni samanjrjapp-
að ioft, en bara nokkrar mínútur. Svo
veltur botninn upp, hægt og hægt, þetta
volduga bákn er í dauðateygjum. Áhrifin
af þessari sjón eru svo sterk, svo yfirjryrm-
:andi, að skipverjarnir á dráttarbátunum
segjast aldrei hafa lifað áhrifaríkari stund.
'Hafa þeir þó séð mörg skip farast í styrj-
öldinni —. Þá er öllu lokið. Yfir eyðilegu
sjónarsviðinu vagga björgunarbátarnir,
þeir sem flutu uppi af Andrea Doria.
Dráttarbátarnir safna þeim saman.
Og enn ríkir óttinn í hjörtum margra,
sem enn vita ekki, liver Iiafa orðið örlög
ástvina þeirra.
Kl. 10,12. Loftskeyti frá strandgæzlu-
skipi til strandgæzluliðsins: „Andrea Doria
er sokkin. Skipstjóranum bjargað síðast
við tíunda mann.
*
Loftskeyti frá Ile de France: „Læggj-
umst að skipakví Compagnie Générale
Transatlantique í New York kl. 17. Vænt-
um jæss, að séð verði um, að skipbrots-
fólkið geti farið af skipsfjöl tafarlaust.
Verðum að láta úr höfn eftir tvær stund-
ir vegna áætlunar okkar til Cherbourg.
Hpfum bjargað 753 rnanns, 576 farþeg-
um og 177 skipverjum. Commandant de
Beaudéan."
Því meir sem Ile de France nálgast
ströndina, því fleiri verða flugvélarnar
sem hringsóla yfir Jressu stóra úthafsskipi.
Tugir kopta með blaðaljósmyndara sveima
kringum skipið og yfir því og J>að er
myndað frá öllum hliðum.
En Jregar skipið nálgast höfnina í New
York korna lögregluflugvélar á vettvang
og halda flugvélum blaðamannanna í hæfi-
legri fjarlægð. ÖII skip, sem mæta Ile de
France heilsa með skerandi eimpípu-
blæstri og auðvitað verður að svara að sjó-
mannasið. Taugar skipbrotsmanna verða
yfirspenntar af öllum þessum hávaða, flug-
vélaclyn og öskri þokulúðranna. Sumir
fara nú að gráta, óstöðvandi gráti. Hávað-
inn magnast um allan helming ,er Ile de
France nálgast hafnarbakkann.
Átta litlir dráttarbátar ýmist draga eða
ýta Ile de France að hafnarbakkanum.
Blossar myndavélanna glampa í sífellu í
augum skipbrotsfólksins, er Jrað gengur
á land í New York. Blaðaljósmyndarar
hafa lagt undir sig þök næstu bygginga
og taka þaðan sjónvarps- og fréttamyndir.
Aðgangur að hafnarbakkanum, þar
sem Ile de France liggur, er bannaður.
Fyrir utan bíður löng röð bíla. Það eru
ekki lúxusbílar eins og venjulega bíða