Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Blaðsíða 26
26 Nvtt b. (). S.
*
Meðan útgerðarfélögin annarsvegar og
tryggingarfélögin hins vegar deila um
tugmilljóna upphæðir og stórblöð heims-
ins birta langar frásagriir svo að segja dag
og nótt, beinist hugur ungra ævintýra-
manna að flaki Andrea Doria, eins og
mölflugur sækja í Ijósið.
Köfuri og leit að verðmætum í skips-
báknum, sem liggja á hafsbotni, er orðin
uppáhaldsíþrótt þúsunda ungra manna,
jafnvel tugþúsunda. Á stóru svæði með-
fram ströndinni verður varla þverfótað fyr-
ir ungum mönnum með kafarahjálma,
súrefnistæki, kvikmyndavélar og ýmiskon-
ar tæki önnur; allir ætla þeir að freista
gæfunnar. Sjóbaðstaðirnir og gistihúsin
við ströndina eru yfirfull af mönnurn, er
ástunda þetta nýja sport.
Nokrkir ungir menn eyða sumarleyf-
inu á Nantucket-eyju, þeirra á rneðal eru
Peter Gimbel og frú hans, Joseph Fox og
Mc Keon blaðamaður. Sú staðreynd, að
einar 45 sjómílur frá ströndinni liggur
risaskipið Andrea Doria á Iiafsbotni, svipt-
ir þá allri ró. Þeir bregða við skjótt, leigja
sér fiskiskútuna „Waleth“, flytja nauðsyn-
legan útbúnað um borð og svo er haldið
af stað á slysstaðinn. Gult dufl vaggar á
bárunum yfir legstað Andrea Doria.
Fiskibáturinn veltur á undiröldunni.
„Sem sagt, hérna liggur hún,“ tók Fox
til máls. „Því er verr, að hérna úti á hafi
<er ekki hægt að setja legstein á „gröfina".
Þá mætti letra á hann svöhljóðandi graf-
skrift: „Fórst á áttugustu og níundu ferð
sinni yfir Atlantshafið, 26. júlí 1956,
klukkan 9,30!“
„Vinur minn einn, sagði Mc Keon, „var
farþegi á Andrea Doria í fyrstu ferð henn-
ar. Þá sigldi skipið ekki til Ameríku, held-
ur var þetta skemmtiferð til Kanaríeyja.
Áhrifamenn frá mörgurn löndum heims
voru boðnir í þessa för svo og blaðamenn.
Á heimleiðinni var haldið grímuball. Sú
gríma, er þótti bezt gerð, hlaut verðlaun.
Sá, sem bar hana kallaði sig „skipbrots-
mann“. Þetta var stúdent, klæddur rifn-
um náttkjól en yfir kjólnum var hann í
sundvesti, er bar áskriftina: Andrea Doria.
Marga farþegana hi'yllti við þessu smekk-
leysi, en þrátt fyrir það féll úrskurður dóm-
nefndarinnar á þennan hátt.“
Kona Peters Gimbel hengir á hann bak-
töskuna með súrefnisgeyminum. Þá dregur
liann kafarahjálminn yfir höfnðið. Fox
félagi hanslgerir slíkt hið sama. Nokkrum
mínútum síðar stökkva ungu mennirnir
báðir í hafið.
Þeir kafa niður með blöðkunum á frosk
búninguinum og anda með iöfnum, djúp-
um sogum. Súrefnisflöskurnar þeirra eru
í bezta lagi. Gúmfötin veita líkamanum
festu og verja hann kulda. Það líður ekki
á löngu unz þeir finna yfirbyggingu
Ardrea Doria undir fóturn sér. Skipsflak-
ið gnæfir 20—30 nretra upp frá hafsbotni,
svo r.ð þeir félagar þurfa ekki að kafa
nema 45 metra niður.
Fox k\eikir á rafmagnsljóskastaranum.
Risastór marglitta klessist upp að honum
eins og þykkt slím. Honum tekst að ýta
ófögnuðinum af sér með báðum höndum.
*
Kafararnir koma niður á bakborðssíðu
flaksins og þeir fara inn á skemmtigöngu-
þilfarið. Andrea Doria liggur ekki myrkri
hulin á hafsbotni. Grænleitnm bjarma
slær á snjóhvíta yfirbygginguna og hann
lýsir upp viðhafnarsali og skemmtigöngu-
þilfarið. Það er eins og þetta risaskip
hvíli í grænni líkkistu, því sjórinn er
næstum gegnsær.
Dauðakyrrð grúfir nú yfir Andrea Dor-