Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Page 29

Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Page 29
Nýtt S. O. S. 29 en ekkert sást því líkt. Svo var aftur gengið upp á hákampinn, — þ. e. sandhrygg, sem myndast við efsta flæðarmál — þar var skyggnst um, og þá komum við auga á eitthvað hvítleitt langt til suðausturs, bera við sjóndeildarhring. Við nánari athugun sást, að þetta voru tveir bátar með segl uppi, og þóttumst við vita, að þeir mundu tillieyra hinu strandaða skipi. Sumir álitu, að ekki væri ' hægt að gera neitt þessum bátum viðvíkj- andi. En sjálfsagt var að tilkynna lirepp- stjóra urn strandið og hvernig ástatt var. Tveir menn lögðu þegar af stað þeirra erinda. Hreppstjórinn, Eyjólfur Eyjólfsson, bjó að Hnausum. Þangað er alllöng leið og hlaut að taka talsverðan tíma að ná fundi lians. Meðalland var þá ekki komið í símasamband, því síður voru þá til Radio- tæki eða neitt slíkt. Það hlaut því jafn- an að taka langan tíma að koma boðum milli manna og ómögulegt að fá skyndi- hjálp lengra að, hvað sem við lá. Fljótlega ákváðu fimm rnenn að fara austur með sjónum, þangað sem betur mundi sjást til bátanna. Voru það bræð- urnir Markús og Júlíus Bjarnasynir, Run- ólfur Runólfsson, Erasmus Árnason og ég, er þessar línur rita. Þeir hröðuðu nú ferð sinni sem mest þeir máttu. Bátarnir virt- ust lítið færast úr stað, enda var komið logn eða því sem næst. Ekkert skip var sjáanlegt neins staðar og kom okkur saman um, að jrótt tvísýnt væri, hvernig lending heppnaðist, væri þó eina lífsvonin fyrir jressa rnenn, sem á bátunum voru, sú, að hægt væri að láta jrá sjá og skilja vísbendingu og fá Jrá til að legja bátunum að landi enda þótt brirn væri allnrikið. Hitt var óverjandi, að Iáta bátverja afskiptalausa sigla til hafs í mjög tvísýnu veðurútliti undir myrka skammdegisnótt. Það var bersýnilegur lífs- háski fyrir alla bátverja. Við vorum nú komnir Jrað langt aust- ur með sjónum, að bátarnir voru beint út af okkur og ekki lengra frá landi en svo, að vel mátti greina mennina innan- borðs. Við fundum þarna í rekiviðarhrúgu spíru nokkra, alllanga, hana reistum við upp og hengdum jakka af einum okkar á enda hennar. Fljótt var auðséð, að bátverjar veittu jressu athygli, því Jreir færðu sig nær hvor öðrum og tóku síðan stefnu í áttina til lands. Nú var athugað, livort nokkurs staðar væru „sjávarskipti“ og virtist okkur á ein- um stað slitna brimgarðurinn fremur en annarsstaðar. Þar tókurn við okkur stöðu niður við flæðarmálið og gáfuni merki, sem ætlazt var til að bátverjar gætu skil- ið. Bátarnir voru nú komnir innundir ut ustu brotsjóina. Þá voru seglin felld og siglur lagðar niður. Svo munu stýrimenn hafa talazt við, því bátarnir lágu samsíða stundarkorn. Brátt lagði annar báturinn inn í brim- ið. Honum var róið 6 árum, en 7. mað- urinn sat undir stýri. Tókst honum að jiræða milli stærstu boðanna og halda bátnum í réttu horfi unz hann kenndi grunns. En í því gekk yfir hann holskefla, svo að bátur og menn urðu í grænurn sjó. En við, sem í fjörunni vorum óðum í sama bili út að bátnurn og náturn tök- um á mönnunum og fengum bjargað þeim upp fyrir flæðarmálið. Næsti sjór færði bátinn nokkuð hærra upp í fjöruna, en ekki var tími til að hugsa um hann frekar, né dót jiað, sem

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.