Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Qupperneq 30
Nýtt S. O. S.
:)u
í honum var, því nú lagði hinn báturinn
inn í ólguna. Hann var skipaður jafnmörg-
um mönnum og sá fyrri. Honum lieppn-
aðist lendingin einnig slysalaust, fékk þó
allstóran sjó á leiðinni og stórsjó um leið
og hann kenndi grunns. Sumir mennirnir
misstu fóta, er þeir ætluðu að hlaupa upp
úr bátnum, en margar hendur voru við-
búnar til hjálpar. En þótt löðrið væri
djúpt og útsogið æði þungt, komust allir
ómeiddir upp í fjöruna. En mjög voru
allir blautip og sumir dasaðir.
Þegar allir þessir menn voru komnir
á þurrt land, kom sá, ,er stýrði fyrri bátn-
um og kynnti sig sem kaptein, og lét í
ljós fögnuð sinn yfir því, að allir menn
hans voru þannig kornnir slysalaust á land,
og allir voru þessir útlendu nienn með
auðsjáanlegu gleðibragði yfir þvi að liafa
fast land undir fótum.
Og sönn var ánægja okkar íslending-
anna og gleði yfir, að svona giftusamlega
tókst þessi mjög tvísýna landtaka þessara
sjómanna.
Næst var gengið að því að taka úr bát-
unum, það sem í þeim var. Þar voru tösk-
ur og vatnsheldir pokar, sem höfðu að
geyma nokkuð af fatnaði. Hafði sjór ekki
gengið svo mjög í þetta, svo að strand-
mennirnir gátu að einhverju leyti farið í
þurr föt.
Öllu var hraðað sem mest. Það var geng-
ið frá farangri og bátssegl breitt yfir og
fljótt lagt at' stað til bæja, en það var all-
löng leið, tveggja til þriggja stunda ferð
og dagur að kvöldi kominn.
Aðeins einn hestur vár með í förinni
og voru strandmenn látnir hvíla sig á
honum til skipta. Þeim hitnaði vel af
göngunni og \'oru furðu hressir. Nokkuð
gátum við talað saman, enda þótt enginn
væri lærður á annars mál.
Eerðin gekk vel, enda var gangfæri gott
og veður ennþá sæmilegt. Farin var bein-
j Nýtt S O S
/ Áður útkomið á þessu ári 8 hefti. Aðalefni þeirr er:
i i. hefti: KAUPSKIP SIGLIR NEÐANSJÁVAR
'j 2. hefti: í RÍKI DAUÐANS
) 3. hefti: OLÍUSKIP í BJÖRTU BÁLI
1 4. hefti: „CATFISH“-ÁRÁSIN.
7 5. hefti: NORÐURSJÓR - GRÖF SKIPANNA
J 6. hefti: SKIPTAPI í SÚEZSKURÐI
7. hefti: RAWALPINDI SÖKKT
J 8. hefti: VONLAUS BARÁTTA
í 9. hefti: UPPREISN UM BORÐ.
Utanáskriftin er: „Nýtt S O S“ Pósthólf 195, Vestmannaeyjum.