Nýtt S.O.S. - 01.10.1958, Qupperneq 34
34 Nýtt S. O. S.------
Þegar Ægi hvolfdi
Aðfaranótt föstudags 12. febr. 1944 réru
flestir bátar úr verstöðvunum við Faxaflóa,
Vestmannaeyjum og víðar. Undir morgun
gerði afspyrnuveður af suðvestri.
Þegar rokið skall á, var vélbáturinn Æg-
ir úr Garði staddur NV.—V. út af Sand-
gerði um það bil 16 sjómílur frá landi.
Ryrjaði hann að draga línu sína kl. 8 um
morguninn, en brátt varð hann að hætta
vegna veðurofsans. Hélt hann síðan upp í
með hægri ferð og um hádegisbilið var
hann kominn að bauju vélbátsins Óðins,
en hún var um 8 sjómílur undan landi
í NV.—V. frá Sandgerði.
Skipverjar á Ægi létu síðan horfa beint
upp í við baujuna þar til kl. 2 e. h., að
þeir héldu á liægri ferð austur og skáhallt
undan veðrinu, þar til þeir sáu Garðskaga.
Voru þeir þá 4 til 5 sjómílur undan Garð-
skagaflös.
Fram til þessa hafði báturinn varið sig
öllum áföllum, en allt í einu reið geisi-
mikill sjór aftan undir bátinn. Þegar þetta
skeði voru í stýrishúsinu skipstjórinn, Þor-
lákur Skaftason, og Sigurður Björnsson.
Segist skipstjtóranum svo frá, að hann hafi
séð ölduna ríða að bátnum og fundið að
báturinn lyfti sér i hana að aftan og tekið
skriðið með henni unz hann virtist kom-
inn upp undir öldutoppinn, en þá stakst
Jiann með leifturhraða á bakborðskinnung
-og hvolfdi. Skipstjórinn var fastur við ein-
hvern hlut, sem liann vissi ekki hver var.
Fannst honum hann sökkva dýpra og
dýpra. Hann segist tvisvar liafa sopið sjó,
og telur, að hann hafi ekki allan tímann
haft fulla meðvitund. Eftir á að gizka tvær
mínútur rétti báturinn sig aftur. Sá Þorlák
ur þá, að Sigurði skaut upp fyrir aftan bát-
inn, en hvarf samstundis og sást ekki eft-
ir það.
Meðan á þessu stóð höfðust vélstjórinn
og tveir liásetar við fram í lúgamum. Er
þeir komu upp var ekki árennilegt um að
litast, því að stýrishúsið var horfið, siglurn-
ar báðar brotnar og hékk sú stærri föst á
reiðanum, nokkur sjór var kominn í lest
og vélarrúm og vélin stöðx'iið.. F.in lúgan
a lestinni liafði brotnað og gluggahús yfir
Júgar sópazt burtu.
Eftir þennan stórsjó kom lag í nokkrar
mínútur. Svo að segja í sömu svifum og
þetta skeði, bar þarna að vélbátinn Jón
Finnsson og eftir örstutta stund hafði hann
lagzt að Ægi á hléborða. Tókst tveimur
skipverjum Ægis að komast yfir í hann
í þessari atrennu, og í næsta skipti björg-
uðust hinir tveir, sem eftir voru. Skip-
verja þá á Ægi, er björguðust sakaði ekki
nema hvað skipstjórinn meiddist nokkuð
á liægra fæti, en á honum hékk iiann
fastur við bátinn. Jón Finnsson og aðr-
ir bátar, er þarna voru staddir, leituðu
að Sigurði Björnssyni, en urðu hans
hvergi varir.
Þorsteinn Jóhannesson frá Gauksstöð-
um, skipstjóri á Jóni Finnssyni, og skip-
verjar lians sýndu mikinn dugnað og á-
ræði við björgunina.
Daginn eftir eða sunnud. 13. febr hóf
ísl. flug\’él leit að vélbátnum Óðni og sá
hún þá Ægi á reki tim 2 sjómílur norður
af Akranesi og rak hann í átt á Melasveit.
Hann fannst síðar rekinn við Ás í Mela-
sveit, lítið brotinn og náðist út.
í þessu sama \eðri sökk Björn II. frá
Akranesi, en menn björguðust, og þrír
bátar fórust með allri áhöfn. Voru það
bátarnir: Óðinn úr Garði og Njörður og
Freyr úr Vestmannaeyjum. *