Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Blaðsíða 7

Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Blaðsíða 7
Nýtt S O S 7 örlögin. Þau t'ara sínu fram, hvað sem hver segir, og hverju sem menn lofa þeim upp á æru og trú. Þessar ofsalegu storma- nætur sýna mönnum í tvo heimana og einnig það, að hamingjudísin er dutt- lungafull, henni er aldrei að treysta, Sjó- mannsstarfið byggist verulega á heppni — oft og einatt á slembilukku fremur en dugnaði. Vakt kentur eftir vakt á Adolf Leon- hardt. Og vaktirnar líða ltver af annarri og hvergi djarfar fyrir von um betra veður. Siimum hættir að lítast á þetta ferðalag. Það gæti þó komið fyrir að . . . En unt það er aldrei sagt aukatekið orð. * * * Það er aðfangadagskvöld jóla. Skipverjarnir á Adolf Leonhardt höfðtt sannarlega hlakkað til jólanna. Þeir höfðu gert sér góðar vonir um, þegar lagt var af stað frá Norfolk, að þeir mundu ná heint fyrir jól. Þeir keyptu því jólatré og jólatrésskraut í borginni. Sumir voru jafn- vel búnir að skreyta sín jólatré. F.n nú stóð jólatréð í matsalnum. En það varð að festa það vel svo það ylti ekki um koll í öllum veltingnum á skip- inu. Þeir festu kertin á greinarnar með vírspottum. Og nú, á aðfangadagskvöld brenna þessi kerti og sjómennirnir sitja kringum jólatréð; þeir sem voru á frívakt ög aðrir, sem gátu komið því við. Þeir syngja „Heims um ból, helg eru jól“. Það er að segja, þeir reyna að syngja. Það var ekki hið versta, þó raddirnar væru hrjúfar og grófar. En athygli þeirra bein- ist að öðru. Þeir halda á klunnalegum bollunum í hendinni. í þeim er heitt púns, sem skipstjórinn gefur þeim, en út- gerðin borgar. Með hinni hendinni halda þeir á diski fylltum gómsætum jólamat. En þeir verða að gæta að sér, að missa ekki þetta góðgæti úr höndum sér Og við hverja veltu skipsins liggur við, að jólatréð — þetta ytra tákn um hátíð kær- leikans, falli um koll. En þeir syngja þrátt fyrir allt. Og þeir syngja hárri röddu. Þeir gera það til þess að yfirgnæfa drunur stormsins, sem berst inn til þeirra. Stundum blandast önnur hljóð þessum dimma dyn og drunum illveðursins. Og þá finna sjómennirnir, að sæti þeirra rykkjast til. Þá skellur óvenjulega þung og mikil alda á skipinu framanverðu Svo fer einn alt í einu að tala um land- ið sitt. Hann segir líka frá móður sinni og föður sínum. Þeir reyna að spyrna á móti, — láta sem ekkert sé að ske. Einn stendur á fætur, ypptir öxlunum og slæmir annarri hendi um loftið, eins og hann ætli að reka út illa anda. „Halltu kjafti, segi ég! Segðu okkur heldur skemmtilega sögu!“ segir hann liörkulega. En það er falskur tónn í röddinni. Hún brestur. Harkan er ekki eiginleg. En hinn segir enga skemmtisögu. Hann heldur áfram að tala um ættfólk sitt, heimili og heimabyggð, frá óvarinni klettaeynni í Norðursjónum og fyrstu jólahátíðinni, sem Iiann man. Púnsið verður kalt. Þeir sitja lengi án þess að mæla orð. Loks lítur einn á armbandsúrið sitt. Það er drjúgum liðið á áttunda tímann. Vaktaskipti. Félagar þeirra koma af vaktinni illa til reika, þeir eru blautir, og þeim er kalt: Gamall sjómaður hlær, þrátt fyrir veðrið, þrátt fyrir kulda og bleytu. Hann segir við félaga sínn, sem var honum samferða

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.