Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Blaðsíða 33
Nýtt S O S 33
Líklega ekki. Það var ekki heldur neinn
þeirra að sjá lengur.
Allt í einu kveður við hróp: „Þarna,
kapteinn! Þarna er enn einn!“
O’Kane séri sér við. Rétt! Þarna var
tíundi maðurinn. Höfuð hans sást lyftast
og hníga með öldunum.
„Halló!“ hrópaði kafbátsforinginn.
Hver er þar? Komdu hingað, boy!“
Þetta var einn liðsforingjanna, Larry
Savadkin yfirlautinant. Hann synti til
O’Kane með erfiðismunum og sagði hon-
um sögu sína:
„Eg var í turninum, þegar sjórinn
flæddi inn í Tang. Það var hryllilegt.
Mér lá við köfnun. En það var ofurlítið
loft í einu horninu í turninum. Eg þrýsti
munninum inn í hornið og fyllti lungun
af lofti. Eg reyndi að komazt að turnhler-
aniuu, Þar voru líka loftbólur. Eg fyllti
enn lungun. Og svo tróð ég mér gegnum
turnopið — ég þakka guði fyrir, að það
var ekki lokað. Og hér er ég kominn."
„Og kafbáturinn, Larry? Hvernig er
umhorfs í honum?“
Savadkin spýtti út úr sér sjó, sem hann
hafði kingt.
„Eg veit það ekki, kapteinn; þetta bar
allt svo skelfilega brátt að. Sjórinn
streymdi inn, ég heyrði hróp og köll, en
ég veit lítið hvað gerðist, því ég hafði
nóg með sjálfan mig.“
í þessari andrá heyrðist mikið rennslis-
hljóð úr kafbátnum, eins og verið væri
að fylla köfunargeymi.
„Sleppið!“ kallaði O’Kane. „Stefnið
sekkur líka! “
Já, framstafninn hvarf nú líka undir
yfirborð sjávar.
„Þetta eru endalokin!" sagði Savadkin
hásri röddu. „Það er öllu lokið.“
„Nei,“ andmælti O’Kane. „Það getur
verið, að félagar okkar hafi fyllt fremri
geymana til að koma bátnum á léttan
kjöl. Getur vel verið — það er ekki gott
að segja — kannske eiga þeir eftir að koma
upp. Eða þeir komast út um björgunar-
hólfin. Þeir hafa björgunartæki (Mom-
sens-lungu).“
Og enn hófst löng og örvæntingarfll
bið, bið eftir því, að eitthvað mundi gerast
og allt mundi að lokum enda vel. Þeir
félagar héldu sér ofansjávar með þverr-
andi kröftum, þeir börðust enn gegn
ofurvaldi dauðans, sem lá í leyni djúps-
ins.
„Þarna eru nokkur gæzluskip!" kallaði
einn sjóliðanna. „Höfuðið upp úr, piltar!
Kannske bjarga Japanarnir okkur?“
En Japanar komu ekki. Þeir leituðu
kafbátsins og vörpuðu djúpsprengjum.
Sem betur fór voru jreir langt frá þeim
stað, er Tang sökk, að öðrum kosti hefði
enginn þeirra félaga, sem héldu sér uppi
á sundi, lifað af þrýstinginn. Þeim fannst
hvort eð var eins og lungu þeirra væru
þegar að bresta.
Tíminn leið. Mínúturnar urðu að
klukkustundum. Kafbátsmenn héldu sér
enn uppi á sundi. Þeir höfðu fært sig
úr nær öllum fötum til þess að verða
léttari á sér. Smám saman bar þá burt
frá slysstaðnum og hvern frá öðrum vegna
straums og sjávargangs. Þeir voru að van-
megnast. Lungun þoldu ekki þessa miklu
áreynslu öllu lengur. Vonin um björguri
þvarr óðum. Og niðri í djúpinu lá Tang
— hvernig mundi vera umhorfs þar?
* *
*
Jack Kramer var í miðstöðinni þegar ó-
sköpin dundu yfir, viðbúinn við djúpstýr-
ið, ef farið yrði í kaf.
Það, sem skeði hringinn í kring um