Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Blaðsíða 23
Nýtt S O S 23
í austurátt. Kannske mundi upprennandi
dagur færa þeim fleiri sigra.
* *
*
En nú fór heil vika í hönd og ekkert
gerðist. Þó ekki viðburðalaus, heldur þvert
á móti! Allan daginn mátti sjá aragxúa
japanskra flugvéla. Flugmennirnir hafa
séð sjónpípuna nokkrum sinnum og vörp-
uðu þá niður sprengjum. Tang varð að
koma upp um nóttina á Formósusundi
til þess að hlaða rafgeyma sína til neðan-
sjávarferðanna. Tundurspillar hópuðust
þá að og neyddu Tang til að kafa vegna
síendurtekinna árása.
En ekki gafst tækifæri til tundurskeyta-
árása. Samlyndið var ekki sem allra bezt
meðal áhafnarinnar og skipherrann var
ekkert lamb að leika við. Hann talaði fátt,
djúpar hrukkur grófust á enni hans og
augun skutu gneistum.
Loks í bítið hinn 20. október kvað við
liátt kall varðmanns við ratsjána:
„Skipherrann í turninnl“
O’Kane kom eins og örskot og leit í
ratsjána.
„Ágætt! Einn stór og tveir litlir gulir
djöflar. Já, nú eru þeir einmitt að byrja!“
Það kom brátt í ljós, að tilgáta þeirra
reyndist rétt, þetta var japönsk beiti-
snekkja og tveir tundurspillar. Skipin sá-
ust allvel úr brúnni er Tang kom nær
þeim.
Herskip! Hver fjandinn! Raunar höfðu
kafbátar allra styrjaldarþjóða náð mestum
árangri í baráttunni gegn kaupskipunum
og að þeim var vopnunum snúið fyrst og
fremst. En bæri svo vel í veiði, að beiti-
snekkja kæmi í færi og yrði sökkt, þá olli
það jafnan mikilli ánægju meðal sjólið-
anna. Það þótti með vissum hætti víga-
mannlegra, að ráðast gegn óvini, sem
sjálfur ætlaði í bardagann.
„Til árásar! Hver maður á sinn stað!“
Kafbáturinn elti óvininn ofansjávar.
Nóttin var að færast yfir. Leikurinn barst
í suðurátt. Japaninn sigldi allhratt og bar
vel undan þrátt fyrir margar krókaleiðir.
Hann ætlaði sýnilega að hrista kafbátinn
af sér og það reyndist Tang örðugt að
minnka fjarlægðina.
„Við komumst ekki fram fyrir hann,“
sagði O’Kane við liðsforingjann, sem stóð
í brúnni. Sjórinn rann í lækjum af olíu-
fötunum hans. „Vélarnar okkar hafa ein-
faldlega ekki nægan kraft til þess. Eg verð
að reyna að hefja árás meðan á eltingar-
leiknum stendur. Hríðskotaárás í 600
yarda fjarlægð gæti heppnazt."
Bilið var nú 800 yardar (730 metrar),
þegar ljóskastara beitisnekkjunnar var
beint á hafflötinn í leitarskyni.
„Hábölvað!“ hrópaði yfirliðsforinginn.
„Þeir hafa fundið lykt! Að minnsta kosti
hafa þeir fengið ratsjármiðun!"
Hann var enn að tala, er Ijóskeilan
varpaði skellibirtu yfir brúna á kafbátn-
um. Það var albjart eins og um hádag.
„Hraðköfun! Niður! Niður!“
Nú var urn að gera að nota hverja sek-
úndu. Foringjarnir þustu niður úr tum-
inum. Þeir notuðu ekki einu sinni stiga-
þrepin. Burt, burt sem fyrstl Áður en
þeir yrðu sigldir í kaf eða . . .
Boðaföll á sjónum. Turninn var horf-
inn undir yfirborðið. Tang var næstum
lóðréttur í sjónum. Brak og brestir.
„Djúpsprengjur?" hugsaði Jack Kramer,
sem skundaði að djúpstýrinu. „Svona ná-
lægt hef ég aldrei fyrr heyrt þær. Guð
minn góður! Þetta getur ekki endað vell“
Aftur brak og drunur. Eins og drunur
spúandi eldfjalls.