Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Blaðsíða 8
8 Nýtt S O S
af vaktinni: „Já, kunningi, þetta er nú
meira veðrið. Þetta er næstum því eins
og lieimsendir.“
Hásetinn ætlar að svara, en fær ekki
ráðrúm til þess. Hann kastast út í horn,
af því skipið tók á sig mikinn sjó og hallast
gífurlega. „Bölvaður koppurinn! Já svei
mér þá, oft hef ég nú verið til sjós í
misjöfnu, en þetta tekur steininn úr.“
„Kojan geymir mann best“, segir félagi
hans og lilær við. Hann vippar sér upp
í efri kojuna. Hann leggst á hliðina, setur
bakið upp í vegg og skorðar sig af með
því að setja hnén að rúmstokknum. Svona
er hann viss um, að hann velti ekki frarn-
úr á hverju sem gengur.
„Félagi hans fer eins að í neðri koj-
unni. Svo dregur hann hengið fyrir: „Jæja,
gamli minn, þá segi ég góða nótt!“
„Já, góða nótt! Látum okkur dreyma
jól og jólabrauð — og jólagrogg.“
„Hafðir þú ekki lyst á víninu gamla
mannsins i dag?“
„Jú, lyst hafði ég að vísu, en—“
„Já, en—“. Svo þögðu þeir báðir.
Þrátt fyrir veðurofsann og veltinginn
sofnuðu þeir báðir von bráðar. Nú var
þeirra frívakt. Þá er ekki annað betur
gert en sofa. Um að gera að nota svefn-
tímann sem bezt, því í slíkum veðraham
er aldrei að vita, hvað kann að hafa verið
spáð í stjörnurnar.
o O o
Jóladagurinn rennur upp. Hafið er í
sínum versta ham. Stormurinn er mikill,
en hann vex þó til muna í verstu hrin-
unum. Öldurnar rísa eins og hæstu fjöll.
Og Adolf Leonhardt veltist eins og hnot-
skel í öldurótinu.
Sjóndeildarhringurinn er helzt enginn.
Þetta ömurlega auðnarhaf er grátt og
grettið, á því sjást varla nokkur skil.
Hásetinn við stýrið verður að hafa sig
allan við, að halda réttri stefnu. Sjóirnir
kasta skipinu nokkur strik sitt á hvort.
Strikið, sem á að stýra eftir er býsna ó-
stöðugt.
Seinnipart dagsins dregur skyndilega úr
veðurofsanum. En það verður varla nema
svikahlé. Loftskeytamaðurinn kemur inn
í brúna með nýjustu veðurfréttirnar.
Hann leggur blaðið á borðið í kortaklef-
anuni. Enn ný aðvörun. Fréttin er frá
Annapolis:
„Djúp lægð hreyfist í austurátt. Veður-
hæð ío vindstig.“
Wiese skipstjóri les veðurfréttina. Svo
þrammar hann inn í brúna þungum
skrefum og tekur sér stöðu við hlið stýri-
mannsins, er átti vaktina.
Þeir stara þegjandi út á hafið, úfið og
nöturlegt, á brotsjóina sem nálgast. Wiese
kinkar kolli. Stýrimaðurinn heldur, að sú
hreyfing eigi að tákna, að hann sé ánægð-
ur með skipið. Það reynist líka vel; enn-
þá að minnsta kosti.
En það eru ekki einungis skipstjórnar-
menn, heldur allir skipverjar, sem bera
fyllsta traust til skipsins síns, Adolfs Leon-
hardt. Þeim finnst næstum, að þetta skip
sé hluti af þeim sjálfum.
Wiese skipstjóri gengur enn inn í korta-
klefann. Hann skoðar sjókortið. Og stýri-
maðurinn fylgir fingTum hans jafnótt og
þeir renna yfir kortið.
Stýrimaðurinn rennir grun í, hvað skip-
stjóranum sé nú efst í huga. Stormurinn
ætti ekki að geta orðið skipinu hættuleg-
ur. Þó mundi vera hyggilegra, að víkja
fyrir lægðarmiðjuna, en með núverandi
stefnu rnundu þeir fara fram hjá henni í
240 mílna fjarlægð.
Wiese skipstjóri ávarpar nú stýrimann-
inn í brúnni: „Við skulum breyta stefn-