Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Blaðsíða 14
14 Nýtt S O S
skinns og hörunds. Hún rís eins og ógn-
arlegur múrveggur og brotnar á skipinu
aftanverðu með firriakrafti. Gegn þessum
ægikrafti er engin vörn. Þegar sjórinn
hefur loks runnið út af þilfarinu koma af-
leiðingarnar í ljós.
Sterkbyggður skipsbáturinn er ekki ann-
að en spýtnarusl. Hurðin að ljósaskápnum
er mölbrotin. Borðstokksstoðirnar eru
bognar. Afturskipið allt er hroðalega út-
leikið.
Og enn rísa holskeflurnar og dynja á
þessum illa leikna farkosti. Farmskipið
lyftist upp, kastast svo niður í djúpan
öldudal. Átökin eru svo stórfengleg, að
skipverjar eru þess fullvissir að skipið get-
ur ekki staðizt þau til lengdar.
En hafið er miskunnarlaust. Það greið-
ír væri, hurðir brotna og skipsljórar. Mik-
þykkar járnplötur bögglast eins og papp-
ír væri, hurðir brotna og skipsljórar. Mik-
ill sjór brýtur hurðina að matsal áhafnar.
Þetta áður stolta skip er ímynd eyðilegg-
ingarinnar.
Þrek sjómannanna er undravert. Þeir
eru sannarlega hetjur hversdagslífsins.
Menn, sem leggja líf og heilsu að veði
eins og væri það sjálfsagður hlutur.
* *
*
Wiese skipstjóri getur ekki unnt sér
neinnar hvíldar þessa illviðrisdaga, ekki
heldur aðrir yfirmenn á skipinu né háset-
ar. Nú er það ekki til, sem heitir frívakt.
Hann víkur ekki af stjórnpallinum.
Menn hans undrast þetta furðulega þrek
og spyrja sjálfa sig: „Hvaðan er þeim
gamla kominn þessi kingikraftur, þetta ó-
bugandi þrek?“
Wiese skipstjóri er fyrirmynd áhafnar
sinnar í framúrskarandi skyldurækni. Það
er þeim öllum hvatning til dáða, jafnt
ungum sem gömlum. Enginn mun gefast
upp meðan stætt er.
Það er ekkert útlit fyrir, að veður fari
batnandi.
„Mér er óskiljanlegt, hvað skipið þolir,“
sagði Wiese við stýrimanninn, sem átti
brúarvaktina, og hann horfði undrandi á
stórkostleg ólögin.
Stýrimaðurinn kinkaði kolli: Já, það
er hverju orði sannara. Margur væri far-
inn ,,í kjallarann" fyrir löngu.“
Wiese skipstjóri kveikir í pípunni sinni
og sogar að sér nokkra reyki. Hann horf-
ir út um sædrifnar rúðurnar á brúnni og
segir, fremur við sjálfan sig en stýrimann-
inn:
„Eg er viss urn, að þessi jól hafa orðið
mörgum uppstigningardagar. Og hver
veit, hvað bíður okkar. Við erum enn
mitt í fárviðrinu á stjórnlausu skipi.“
Yfirmennirnir standa svo þegjandi í
brúnni drykklanga stund. Loks rýfur
Wiese skipstjóri þögnina: „Eg hef þá skoð-
un, að ef þetta óhapp hefði ekki hent
með stýrið, þá hefðum við ekki þurft
neinu að kvíða. Adolf Leonhardt hefur
sýnt það þessa dagana, að þetta er af-
bragðsskip. Á slíku skipi getur maður far-
ið allra sinna ferða, hvernig sem veður er.“
„Já, skipasmíðastöðin á sannarlega
skilið að hljóta mikla viðurkenningu."
Þannig hugsa sannir sægrapar, um skip-
ið sitt, ekki sig sjálfa."
Skipstjórinn gengur út á brúarvænginn
og horfir aftur eftir skipinu. Allt í einu
grípur hann heljartaki í skjólborðið og
hrópar til stýrimannsins:
„Komið þér! Fljótt!“
Stýrimaðurinn skundaði út. Wiese
skipstjóri bendir út á sjóinn: „Lítið þér
á! Hvað verður úr þessu?“
Stýrimaðurinn starir orðvana á það, sem