Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Blaðsíða 11
Nýtt S. O. S. 11
Það er dregið úr hraðanum og skipinu
beitt upp í.
Hásetar létu olíu renna í sjóinn gegnum
klósettrörin og rennurnar miðskips og í
skut. Olían rann út, blandaðist i'reyðandi
öldunum og virtist draga nokkuð tir krafti
þeirra.
Skipstjóri og stýrimaður athuga úr
brúnni áhrif olíunnar á öldurótið.
,.Þetta virðist ekki koma að miklu
gagni,“ segir stýrimaður að nokkurri stund
liðinni.
„Sama sýnist mér í fljótu bragði,“ svar-
aði Wiese skipstjóri. „Segið þeim í vélinni,
að þeir skuli dæla olíu í liafið mikilli olíu.“
Stýæimaður gengur að símanúm og kall-
ar: „Halló, yfirvélstjóri! Við verðum að
dæla olíu í sjóinn! Olíupokar og olía úr
rennunum hafa engin áhrif! “
Skipstjóri og stýrimaður liorfa báðir út.
Þeir sjá, að olían dreifist kringum skipið
og sjóinn sléttir mikið í kring.
Kemur þetta að fullu gagni? Sú spum-
ing er efst í hugum allra skipverja á Ad-
olf Leonhardt. Þeim finnst veðrið enn
hafa verznað, ef annars væri hugsanlegt
að það gæti verznað úr þessu.
Wiese skipstjóri lítur á armbandsúrið
sitt. Klukkan er næsturn ellefu. F.n til
hvers er að vera að líta á klukkuna? Hvað
gildir stund og staður eins og nú er kom-
ið.
Ti! hvers er nú að deila lífinu niður
í klukkustundir og mínútur? Hér gilda nú
aðrar reglur. Því nú ríkir almætti frum-
efnisins. Hvað eru nokkrir menn, þessi
rykkorn á óravídd heimshafanna. Þau öfl,
sem nú hafa verið leyst úr læðingi, láta
sig engu skipta mannleg lög og reglur.
Á slíkunr stundum leiðir maðurinn ef
til vill hugann að því, hve litill og þýð-
ingarlaus hann er, þegar öllu er á botninn
hvolft.
En sú staðreynd beygir hann samt ekki.
Að minnsta kosti ekki sjómanninn, því
líf þeirra er tengt hafinu.
Wiese skipstjóri hefur lagt annan hand-
legginn á vélsímann, en með hinni hendi
styður hann sig við gluggakarminn. Fing-
ur hægri handar fitla eins og ósjálfrátt
við armbandsúrið, en augun hvíla á ham-
förum sjávarins úti fyrir.
Tíminn líður liægt.
Maðurinn við stýrið, stendur gleitt, ríg-
heldur um stýrishjólið, horfir á kompás-
inn fyrir framan sig, og þá út á ólgandi
hafið. Honum finnst tíminn næstum
standa kyrr, vaktin eins og heil eilífð.
Þessir vísar hreyfast varla, fjandinn hafi
það. Ætlar þessi stýrisvakt aldrei að taka
enda?
Úti fyrir sýður og velhir sá mikli norna-
ketill, liafið. Stóreflis fjöll rísa kringum
skipið. Öldufaldarnir brotna á yfirbygg-
ingu þess. Skýjabólstrarnir virðast næst-
um teygja sig niður að haffletinum, rétt
eins og siglutrén gætu þá og þegar teygt
sig upp til þeirra.
Mennirnir standa þegjandi í brúnni.
Athygli þeirra beinist einungis að sjón-
um og skipinu.
Hana nú! Mitt í þögninni rýfur hana
mikið hróp. Skipstjórinn lítur í kringum
sig. Hann sér hásetann við stýrið sleppa
því og fórna upp höndunum. Hásetinn
hrópar upp yfir sig:
„Skipið lætur ekki að stjórn! Skipið er
stjórnlaust!"
Stýrisbilun! Jæja. Verra gat það varla
verið!
Skipstjóri og stýrimaður þjóta að stýr-
inu og grípa í það. En það er ekki um
að villast. Sikpið lætur ekki að stjórn leng-