Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Blaðsíða 20

Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Blaðsíða 20
20 Nýtt S O S hættulaus vegna þess, að enn var nokk- ur vindur, eða um 6—8 stig á vest-suðvest- an, en flutningaskipið vill snúast sitt á hvað, en heldur ekki beinni stefnu á eft- ir Seefalke. Ekki er unnt að fara hraðara en tvær og hálfa sjómílu á klukkustund, því enn er stórsjór á hafinu. Það er því enn langt í frá, að Adolf Leonhardt sé úr allri hættu. „Eg held, að við ættum að biðja út- gerðina, að senda annan dráttarbát," sagði Wiese skipstjóri við stýrimenn sína. „Skip- ið er alltof óstöðugt í drætti svona.“ Næsta dag er enn mikið hafrót, en storminn hefur lægt til muna. Reynt er að gera skipið stöðugra í drætti með því að láta vélarnar vinna á vissan hátt. Þetta ferðalag var þreytandi taugastríð fyrir skipstjórnn á Adolf Leonhardt. En það reyndi líka mjög á skipstjóra dráttar-. skipsins og stjórnarhæfileika hans. Ávallt vofði sú hætta yfir, að dráttartaugarnar slitnuðu. Loks líður dagurinn 5. janiiar að kvöldi. Þá kom hinn dráttarbáturinn ,AVotan“. Hann hafði mjög aflmiklar vél- ar. Viðgerð á honum hafði farið fram og hélt hann þá strax út á nýjan leik. Þegar í stað var hafizt handa um, að koma dráttartaugum milli skipanna. Wot- an á að halda í skipið aftanfrá til þess að beinni stefnu verði haldið. Klukkan átta að kvöldi er lokið \ ið að festa drátt- artaugarnar. Nú getur ferðin lialdið áfram. Vélar Adolfs I.eonhardt eru látnar ganga mjög hægt áfram. Hófst þá ferðin enn og farið mjög hægt eins og áður. Og nú virðist hamingjan enn hafa snú- ist Adolf Leonhardt í vil. Ferðin gengur vel næstu sólarhringana. Veður er fremur gott. Bjartsýni ræður al'tur ríkjum um borð. 7. janúar, klukkan 7,40 var farið fram hjá Bishop-Rock. Og klukkan 20 að kvöldi sama dags var dráttarlestin þvert af Lizzard. 8. janúar tekur Wotan við stjórninni við dráttinn, en Seefalke fer til Southamp- ton til þess að taka eldsneyti. Nákvæmlega sólarhring seinna er See- falke kominn aftur og tekur sér stöðu þar sem Wotan var áður. En nú e>kst brimið og brátt er kominn stórsjór. Og litlu seinna skeðttr óhappið: Aftari dráttartaugin slitnar! Nú er skipalestina að reka, því Wotan einn iiefur ekki næga orku til þess, að ferðinni verði haldið áfram. Skipverjar þessara þriggja skipa eiga nú afar erfitt verk fyrir höndum. Hvað sem það kostar, verður að reyna að koma lestinni af stað aftur. Og leiðin er viðsjárverð. í stormi og stórsjó leynast margar hættur fyrir skip, senr getur ekki ráðið ferð sinni sjálft. Nú fara í hönd langar og strangar klukkustundir hjá áhöfnum skipanna allra. Næsta dag fer Seefalke fram fyrir skip- in. Og enn eru dráttartaugarnar festar við hin verstu skilyrði. Það heppnast að halda stefnunni þrátt fyrir storma og brimrót. Og enn færist nóttin yfir, þegar lestin er á Ermarsundi. Klukkan 20 er lestin á móts við Beachy-Head. Sjólagið er nú orðið svo illt, að báðir dráttarbátarnir geta ekki dregið Adolf I.eonhardt lengur án þess að eiga það á hættu, að dráttartaugarnar slitni. Þeir taka því þann kost, að beita upp í storm- inn og andæfa. Framhjá Dover er svo loks farið um hádegisbilið daginn eftir.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.