Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Blaðsíða 32

Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Blaðsíða 32
j2 Nýtt S O S Engan niðri í bátnum óraði fyrir því, sem var að ske. Kannske var verið að víkja undan tundurspilli? Þá kom skýring- in úr brúnni: „Tundurskeytið var hringskot!“ Skelfilegar sekúndur fóru í hönd. Fölir af ótta stóðu bátsverjar í brú og miðstöð. Ógn og dauði var á næsta leiti. „Óvætturinn stefnir á okkur!“ hrópaði foringi sá, sem var á verði í brúnni. Tundurskeytið stefndi á þá! Ekkert ann- að að gera en bíða hinnar ógnþrungnu örlagastundar. „Hart-----!“ Ægilegt liögg. Það var eins og kafbát- urinn væri að brotna í sundur. Feiknamik- il vatnssúla gaus upp og steyptist svo yfir Tang. „Kafbáturinn hæfður að aftanverðu!" öskraði einhver. „Báturinn þyngdist að aftan! Báturinn sekkurl" „Lokið turnhleranum!“ hrópaði kafbáts foringinn niður í turninn og nú var ekki lengur hið gamla jafnvægi í röddinni. „Þið þarna niðri — af stað með ykkur! Þéttið turnopið!“ En það var of seint. Báturinn sökk svo skyndilega. Það flæddi þegar yfir turnop- ið. Kafbátsforinginn og átta menn að auki, er höfðu staðið í brúnni, skoluðust tit. „Báturinn minn!“ stundi O’Kane. „Á- höfnin mín!“ Brúarvaktinni hefði að sjálfsögðu ekki verið bjargað þó tekizt hefði að loka turn- hleranum. Hugur foringjans beindist að því einu að bjarga kafbátnum og 79 manna áhöfn, sem hafðist við í turninum, mið- stöðinni og vélarrúmi. Búmm-búmm-búmm! Aftur sprenging. í þetta sinn í á að gizka fjórðungsmílu fjarlægð. Næstsíðasta tundurskeytið hafði hæft markið. Flutningaskipið sökk. En — Tang var líka glataður! O’Kane greip sundtökin eins og ósjálf- rátt. Félagar hans átta fylgdu dæmi hans. Þeir voru allir miður sín og ringlaðir. Örvilnunin ætlaði að ná yfirhöndinni. Það var aðeins frumstæð sjálfsbjargarhvötin, sem kom í veg fyrir, að þeir gæfust upp strax. „Stefni kafbátsins gnæfir upp úr sjón- um!“ kallaði einn liðsforingjanna. Hann hafði rétt að mæla. Hér við Kín- versku ströndina var grunnsævi. Líklega var sundurtættur afturhluti kafbátsins á botni. Þá var ekki með öllu útilokað, að einhverjir, sem í flakinu voru, kynnu að bjargast. Það er að segja, ef þeir hafa þá ekki allir drukknað, er sjórinn flæddi inn. Kafbátsforinginn nálgaðist Tang með sterklegum sundtökum. En vonleysið greip hann á nýjan leik. Tundurskeyta- hlaupin, sem virtust vera einasta bjargar- voninfyrir hina innilokuðu menn, voru á kafi í sjó. Það var bara efsti hluti stefnis- ins, sem var upp úr sjónum. Gerir ekkert til, Sir,“ sagði einn félagi hans í hughreystingartón, „þeir fara út um björgunarhólfið í framskipinu og það sýnist vera óskemmt." ,,Sýnist,“ sagði O’Kane hljómlausri röddu. „Hvað vitum við um það? Tang hlýtur að vera gerónýtur að aftan. Við vitum ekki heldur um afleiðingar spreng- ingarinnar að öðru leyti. Það hefur venju- lega ekki þurft að binda um skeinu, þegar skotin okkar hafa hitt í mark.“ Djúp þögn. Nokkrir menn ríghalda sér við ‘stefni kafbátsins. Enginn þeirra var með sundbelti. Áttu þeir að freista þess að synda til lands. Það var sennilega of langt og straumarnir mundu bera þá af leið. Mundu Japanarnar bjarga þeim?

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.