Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Side 19

Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Side 19
Nýtt S O S 19 geysihátt, þar sem var auður sjór. „Veðurhæð 12 stig, skyggni sem ekkert,“ sögðu hinar veðurfréttirnar og var oft end- urtekið. Þetta þýddi með öðrum orðum: Þoka eða hríðarveður huldi alla sýn, enda er þetta skýrt tekið fram í skipsdagbók Jo- hannes Kruss. Það má því með fullum rétti segja, að kringumstæðurnar, stormurinn, rekísinn og þokan hafi komið í veg fyrir, að björg- unarviðleitni Johannes Kriiss bæri árang- ur. o O o Hverfum nú um sinn aftur um borð í Johannes Kriiss. Eftir stöðuga leit í 31 klukkustund var henni hætt að fyrirlagi „Poseidon“ og strandgæzluskipsins „Campbell“, en þau stjórnuðu björgunarstarfinu. Það var laugardaginn 31. janúar 1959, klukkan 21. Johannes Kruss getur því haldið áfram ferð sinni á veiðisvæðið við Labrador. Togarinn er um þessar mundir á 58,26° norður, 43,00° vestur. Nú er þá haldið á karfamiðin við Labrador og skeði ekkert á þeirri leið, sem í frásögur sé færandi. Það er hafin veiði, sem stendur látlaust í fimm sólarhringa og var afli góður. Þá var ekkert að vanbúnaði að halda heim- leiðis. Gott er það á sína vísu, en mikil von- brigði eru það, að björgunartilraunin skyldi verða árangurslaus. En örlögin eru oft miskunnarlaus, og þau hafa víst viljað þetta svona. Veðrið hefur versnað aftur. Það er brost- ið á ofsaveður. ísingin hleðst á alla yfir- byggingu skipsins, rá og reiða. Sierck skipstjóri á ekki annars kost en sigla með hægri ferð til þess að koma skipi sínu heilu og höldnu úr þessu veðra- víti. Ferðin verður að vera hæg, til þess að minni sjór gangi yfir skipið, því ísingin er mjög hættuleg. Hver maður er á sínum stað, enginn liggur á liði sínu. Og heima í hafnarborgunum, Bremerhaven, Cux- haven, Emden og svo framvegis, ríkir vax- andi ótti vegna fiskiskipanna, sem sækja á hin hættulegu norðurmið við Nýfundna- land og Labrador, skipin, sem berjast við ísingu, storma og stórsjó. Og ekki bætir úr skák, að veðurfregnirn ar segja fyrir um mikið frost, hættuleg- asta óvin fiskiskipanna. ísingin þekur allt ofanþilja marga senti- metra þykku lagi, sem minnkar sjóhæfni skipanna að miklum mun og getur leitt til þess, að þeim hvolfi. Um það leyti, er Johannes Krúss held- ur af stað áleiðis heim, eru margir togarar að veiðum á þessum slóðum. Þetta eru góð fiskimið, en jafnframt þau hættuleg- ustu, að minnsta kosti yfir vetrarmánuð- ina. Þegar illa viðrar fer ekki hjá því, að fjölskyldurnar heima óttast mjög um þá, sem sækja sjóinn á þessum slóðum. Enn eru í fersku minni fréttirnar hörmulegu fyrir þrem árum síðan. Þá sagði útvarp og blöð frá endalokum þriggja enskra togara, er sóttu á þessi mið. Klakinn hafði hlaðizt á þá og jaeir sokk- ið. Hver einasti maður hinna þriggja á- hafna fórst með skipum sínum. Og nú, 7. febrúar, er frostharkan að spenna Johannes Krúss helgreipum sínum. ísingin hleðst á togarann, hvert lagið af öðru. Sierck skipstjóri og stýrimenn hans báð- ir víkja ekki af stjórnpalli. Aðeins ítrasta varkárni getur bjargað skipi og mönnum úr þessu víti.

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.