Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Side 9
Nýtt S O S 9
liættulegar á siglingaleiðum, og verulega
alvarleg verður þessi hætta, þegar þokan
grúfir yfir bæði um daga og nætur.
Rekísinn á Norður-Atlantshafi kemur
frá Grænlandsjöklum. Jöklarnir eru á sí-
felldri hreyfingu og út við strendurnar
brotnar úr jökulröndinni. Venjulega líða
tvö til þrjú ár unz borgarísinn hefur rek-
ið svo langt, að hann kemst á venjulegar
siglingaleiðir. Til varnar þessari hættu eru
höfð athugunarskip. Það er fylgzt nákvæm-
lega með ísrekinu og aðvörun send út, ef
hætta er á ferðum.
Þessi ísathugunarskip amerísku strand-
gæzlunnar eru á svæðinu milli Nýfundna-
lands og Grænlands. Sjómennirnir á þess-
um skipum inna af hendi fórnfúst starf
og tilbreytingarlítið. Oft eru veður hörð
á þessum slóðum. Það er ekki eftirsóknar-
vert, að starfa á þessum skipum þegar
grængolandi holskeflurnar rísa hver af
annarri og kuldinn nístir merg og bein
og klakabrynjan hleðst á skipin með svo
skjótum hætti, að stórhætta er á ferðum.
Líkjast skipin þá einna helzt ísbjörgun-
um, sem þau eru sett til að forða öðrum
skipum frá.
Fæstir þeirra, sem vinna áhættulaus störf
í landi, hafa hugmynd um tilvist þessara
skipa og það starf, er áhafnir þeirra inna
af hendi. Menn vinna þessi störf æðrulaust
og án þess að mögla. Ár eftir ár þetta sama
tilbreytingarlausa, en mikilvæga starf fyrir
öryggi sjófarenda.
Þessi skip skulu athuga hreyfingar íss-
ins, fylgja honum eftir og senda aðvaran-
ir og ísfréttir til skipa, sem eru á nálægum
slóðum.
Og þá, er maður veit, að árlega eru
taldir 400 til 1000 borgarísjakar, er hverj-
um landkrabba ljóst, að hér eiga sjómenn,
sem sigla á þessum norðlægu breiddargráð-
um, við skæðan óvin að etja.
Um þessar hættur er Sierck skipstjóri að,
hugsa nú. Og þó hann viti, að ameríska
ísgæzluskipið „Campell“ sé nú einhvers
staðar á þessum slóðum og áhöfn þess geri
sitt bezta, þá er það heldur lítil bót í máli,
eins og nú er komið.
Sannleikurinn er sá, að Ameríkaninn
getur í þessu tilfelli ekki gert annað en
senda út aðvaranir gegn íshættunni. Hvert
skip er svo í hættu eftir sem áður á sinni
leið og verður að hafa öflugan ísvörð, og
fær þó lítið að gert.
En allt gengur vel. En vindurinn er
stöðugt að aukast.
Um hádegisbilið skrifar stýrimaðurinn í
skipsdagsbókina:
Klukkan 12,00. Norðaustan 6—y, snjó-
koma, loftvog 982, stýrð stefna 2yo°, rek
1°, réttvísandi 270°, talsverður sjór, slœmt
skyggni. Erum á 59,32° norður-breiddar,
42,25° vestur-lengdar.
Næstu klukkustundir eykst stormurinn
enn að mun og sjólagið versnar.
Næsta bókun í skipsdagbók Johannes
Kriiss segir meira en orðin gefa til kynna:
Klukkan 15,00. Norðaustan 9—10, snjó-
koma, loftvog 950. Förum hægt á móti
vindi! Vont skyggni . . .
Og næsta bókun:
Klukkan 18,00. Norðaustan 9—10, snjó-
koma, loftvog 952. Förum á móti veðrinu
á hægri ferð, vont skyggni. Töpuðum lok-
inu af stjórnborðsbátnum vegna storms
og sjávargangs. Staða 59,25° norður, 42,30°
vestur . . .
Johannes Kruss heldur áfram ferð sinni
hægt og sígandi móti stormi og þungum
sjó.
Sierck skipstjóri segir við stýrimanninn,
sem var á vakt: