Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Síða 9

Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Síða 9
daga leita hafnar. Þá hefst vinnan við vélarnar fyrir alvöru. En fjarlægðin frá heimalandinu er svo mikil, að nær ómögulegt er að ná í allt, sem með þarf. Þegar Dommes sjóliðsforingi hóf starf sitt var ekki um að ræða nema tvær hjálparhafnir, nefnilega Singapur og Batavia, en hann reyndi að bæta Penang og Soerabaja við þá tölu, sem þó ekki var hægt nema að nokkru leyti, því þessar síðasttöldu hafnir skorti skipakvíar fyrir kafbáta. Það var aðeins Singapur, sem hafði sæmilega kafbátakví. * Dagarnir í þessum hitabeltishöfnum hefðu átt að vera hvíldardagar fyrir áhafnirnar á „Monsun“-kafbátunum, en svo var þó ekki, því lofts- lag og fjarlægð komu hér til greina og gerðu tvöfaldar kröfur til hinna vinnandi manna. Það voru engir hvíldardagar fyrir áhafnirnar, hvorki í Penang, Soera- baja, Batavía né Singapur. Af mönnum þeim, sem unnu að viðgerðum kafbátanna voru flest- ir innfæddir, en auk þess voru um 50 þýzkir yfirmenn og starfsmenn, sem að meirihluta voru af kafbátnum „U — 511“, sem stjórnað hafði verið af Schneewinds sjóliðsforingja. Kafbátinn „U — 511“ höfðu þýzku flotayfirvöldin gefið Japönum í júlí 1943 til þess að byggja kafbáta eftir. Menn Schneewinds sjóliðsforingja voru því vel þegnir á þessum slóð- um. En þrátt fyrir þetta urðu áhafnir kafbátanna að vinna að minna eða meira leyti að viðgerðum á kafbátunum. Margr þeirra, eða um það bil 25% höfðu fengið mýrarköldu (malaríu), því Japanir höfðu h'tið gert að því að útrýma hitabeltisfarsóttunum í löndum, sem þeir höfðu unnið og réðu nú yfir. Lautinant Wiebe á kafbátnum U — 178 skildi það fyrstur, að vörnin í lofti var orðin svo mikil, að það var orðið sama og sjálfsmorð fyrir kafbátana, að reka nefið upp úr sjónum. Og nú var verið að athuga og yfirfara vélarnar á U — 178, skipta á einstökum hlutum o. s. frv. Þó var þessi viðgerð langt frá því að vera fullnægjandi, en hana varð að framkvæma, því nú hafði U — 178 fengið leyfi til að halda heim og þessi athugun varð að nægja. Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.