Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Blaðsíða 13
þarf ekki að vera nema hálftíma ofansjávar til þess að allt verði fullt
af flugvélum og skipum.
En oft er það svo, að slíkt væri jafnvel ákjósanlegra en þessi stöðugi,
lamandi hiti, sem enginn getur þolað til lengdar.
Stundum er sjórinn 29 og 30 gráða heitur og lofthitinn 55 og 60 gráð-
ur! 60 gráða rakur liiti, nálgast blátt áfram hreinsunareldinn sjálfan.
En hvað um það, áfranr heldur þessi grái bátur í áttina til heimkynn-
anna.
Kafbáturinn er 87,6 metrar á lengd, 7,5 metra breiður og ristir 5,35
metra. Áhöfnin er 57 manns.
Hann er sökkhlaðinn vörum, sem ko'sta milljónir króna.
Svo er stefnt í norðvestur, fram hjá eyjunni Sumatra, síðan i suðvest-
ur að vissum stað, sem hefur verið merktur á sjókortið með blýanti.
Staður þessi er við strönd Suðvestur-Afríku. Þar bíður lítill ítalskur
kafbátur eftir þeim, UIT 22, skipstjóri Wunderlich.
Úr þessum litla ítalska kafbát eiga þeir að taka olíu, því þetta er einn
þeirra litlu ítölsku kafbáta, sem ekki eru notaðir lengur í ófriði nema
sem birgðaskip.
Þegar svo er búið að sigla fyrir Góðravonarhöfða, er helmingi heim-
Nýtt S O S
13