Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Side 19

Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Side 19
„Reyndu að ná í hann og spyrja hann að því,“ segir einn a£ vara- vélamönnunum. „Kannske færðu að vita það.“ Wiebe opar allt í einu hlerann niður í vélarúmið og staðnæmist for- viða. „Guð hjálpi mér! Hvað er að sjá ykkur? Enginn hefur skipað ykkur þetta!“ Hann hefur strax komð auga á ménnina, sem halda bullunni fastri. Þeir eru alblóðugir. „Aðalatriðið, herra minn er, að báturinn er enn óbrotinn. Það var það, senr mest á reið,“ sagði Gúnther Strúbe. „Farið nú undir eins og látið gera að sárum ykkar!“ sagði Wiebe í skipandi róm, eftir að hafa athugað meiðslin. Strúbe hristir höfuðið alvarlegur. „Eg get ekki vikið héðan frá vélunum. Og þar við sat. Og svo var bundið um sár þessara þrekmiklu manna, þar sem þeir voru að vinnu sinni við vélarnar. Sá sem datt, hafði brotið tvö rifbein. Hann varð að leggjast í rúmið. Hann losnar við þrælkunina í hinu brennheita vélarúmi í dálítinn tíma. Eftir fjórar klukkustundir kemur skipun frá Wiebe: „Hitið upp vélarnar á stjórnborða!“ Og þegar slög vélarinnar hljóma hægt og reglulega, þá ljómar hið þreytulega, sótuga og olíumakaða andlit Gúnthers Strúbe af gleði. Sam- spil beggja vélanna lætur í eyrum hans sem fegursta hljómlist. Lengi hafa vélarnar á bakborða einar orðið að ganga, en nii þurf þær þess ekki lengur. U — 178 heldur svo áfrarn heimleiðis að lokinni viðgerð á hafi úti, eins og ekkert hafi í skorizt; eins og það, sem skeð hefur í vélarúminu, sé aðeins daglegt brauð. * v A brúnni er sterkur vörður, ekki eingöngu vegna óvinaflugvéla, heldur hins ítalska kafbáts, UIT 22, sem búizt er við að bíði hér með varahluti. Spahr yfirforingi er sjálfur á brúnni. Nýtt S O S '9

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.