Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Síða 24

Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Síða 24
Ef það skyldi heppnast þeim að nálgast eyjuna Ascension, þá væri sá möguleiki fyrir hendi, að þeir rækjust á báta þaðan og gætu fengið frá þeim varahluti, sem þá vantaði. En líkurnar fyrir því, að svo vel tækist voru þó ekki miklar. Skipherrann minntist ekki á þetta við neinn, því til hvers var að vekja vonir, sem líklega aldrei yrðu uppfylltar. Og áhöfnin skilar sér þungbúin, hver á sinn rétta stað. Strúbe gengur niðurlútur á brott. Hann veit vel, að hugmynd hans með plástrana er óframkvæmanleg. * í vélarúminu eru menn þó ekki aðgerðalausir. Þegar Strube kemur þangað eru vélamennirnir í óðaönn að búa sig undir að framkvæma hugmynd hans um viðgerð á vélastúkunum. En vonleysið er uppmálað á andlitum þeirra, þegar hann segir þeim, að það sé ekki til neins. En kafbátsmenn eru ekki vanir að kvarta yfir örlögum sínum. Þeir taka þegjandi við því, sem þau rétta að þeim. Margra ára barátta hefur gert þá harða, harða við sjálfa sig og alla. Þegar fyrsti vélstjóri kemur niður í vélarúmið, reynir hann með spaugs- yrðum að lífga menn sína upp. „Jæja, piltar,“ segir hann. „Við sjáum nú til, hvað við getum gert. Sú vélin, sem í lagi er verður að vinna fyrir báðar vélarnar, þess vegna ■verðum við að meðhöndla hana sem óskurnað egg. Þið vitið vel, að aðrir bátar hafa stundum framkvæmt það, sem hefur virzt vera ómögulegt. Því skyldum við, ekki geta gert það líka.“ Það er eins og það birti yfir andlitum mannanna við þetta. Þegar yfirmaður þeirra gefur ekki upp vonina, því ættu þeir þá að gera það. Og þeir byrja aftur.á sinni vonlausu vinnu og Wiebe veit, að engin alvarleg hræðsla mun brjótast út meðal þeirra. Hann þekkir þessa menn. Þeir halda út til síðasta manns, án þess að mögla. * 24 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.