Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Side 30
eins og eldspítur og gat hann átt von á rothöggi frá þeim þá og þegar,
en það var þó stór planki, sem bjargaði honum. Þessi panki var það stór,
að hann hélt honum uppi.
Slysið skeði um kvöld, og alla nóttina hékk Olsson stýrimaður hjálp-
arlaus á plankanum. Sjóirnir brutu á honum og timbrið hentist yfir
hann. Rokið var mikið og kalt í lofti, en sjórinn var volgur, og var hann
alltaf meira og minnaH kafi.
Nóttin ætlaði aldrei að líða, en loks birti af degi. Olsson reis upp á
plankanum til að líta í kringum sig, — en hvað sá hann, — haf og aftur haf
hvert sem augað eygðil En þetta varð honum ofraun. Hann missti jafn-
vægið og féll í sjóinn.
Hann saup sjó, og saltið blindaði hann, svo það leið góð stund, þar til
hann gat séð og var honum þá brugðið, Jrví liann sá á eftir plankanum,
þar sem liann rak í burtu og var nú kominn það langt frá honum, að
ómögulegt var fyrir hann að nálgast hann aftur.
En þarna var alls staðar brak á floti og neytti hann nú sinna síðustu
krafta til þess að synda að því. Hann náði þarna í tvo plankabúta, sem
hann setti sinn undir hvora hendi.
Svo lengi, sem hann gæti haldið í bútana var honum borgið, en kraft-
ar hans voru á þrotum, og þetta gat því aðeins verið gálgafrestur. Hann
var að verða tilfinningalaus í handleggjunum.
Tíminn leið. Sólin hækkaði á lofti og það hitnaði í veðri.
Olsson skildist að hann yrði að komast upp úr sjónum til að þurrka
sig, því sjóseltan mundi gera hann skinnlausan um allan líkamann, og það
yrði kvalafullur dauðdagi.
Þessar spítur voru of litlar til þess að bera hann, nema e£ hægt væri
að binda þær saman, helzt í kross, þá gætu þær haldið honum uppi. En
með hverju átti hann að binda þær saman? Það varð að gerast með ein-
hverju, sem þolað gæti þetta stanzlausa hafrót. Honum datt í hug olíufötin,
sem liann var í. Þau þyngdu hann ekkert sérstaklega niður. En það var
mjög erfitt að komast úr þeim í sjónum. En hann sleppti samt planka-
bútunum og reyndi að klæða sig úr olíufötunum.
Plankabútarnir tóku strax að reka, sinn í hvora áttina, eins og þeir
reyndu af stríðni að komast burtu svo hann næði ekki til þeirra. Olsson
varð að taka á því, sem hann átti til, til að ná þeim aftur.
Hann beit nú tönnunum í annan bútinn og klemmdi hinn á milli fóta-
sinna, meðan hann smeygði sér úr olíustakknum. Hann batt honum svo
30
Nýtt S O S