Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Blaðsíða 37
honum á sjúkrahús í næstu höfn — það væri í þessu tilfelli brezka —
yrðu hinir fjórir sjúklingar, sem liggja í sjúkraskýli „Frithjofs" settir
í hættu, þar sem aðstoðarskipið hefur egan sóttvarnaklefa. Auk þess
lenti skipið í hættu að verða sett í, sóttkví, ef til vill vikum saman af
brezkum hafnarstjórnum. Allar hafnarstjórnir líta alvarlegum augum á
smitandi sjúkdóma. Heilsuverndarreglurnar verður skilyrðislaust að halda,
hvaða skip sem í hlut á.
Það er aðeins hægt að hjálpa sjúklingnum á einn hátt: „Meerkatze"
hefur sóttvarnaklefa fyrir sjúklinga með smitandi sjúkdóm. Spurningin
er:
„Er sóttvarnaklefinn á „Meerkatze" laus?
„Já, hann er enn laus!“ svarar læknirinn. „Við munum koma mann-
inum í þýzka höfn!“
„Munduð þér sækja hann beint?“
„Það skulum við gjöra!“
„Hvað er hægt að gera við hina af áhöfn skipsins og hleðslu þess? —
Allir mennirnir liggja undir grun um barnaveiki. Ef það fer nú í höfn,
verður það sett í sóttkví. Þá eyðilegst allur aflinn, því ekki má skipa hon-
um á land. Hvemig hljóða fyrirmælin í svona tilfelli? Eg get ekkert um
það fundið í minni þykku bók!“
„Eg mun hafa samtal við liafnarlækni í Hamborg og tilkynni þetta
þegar í stað!“ svaraði læknirinn á „Meerkatze".
Þá snéri hann sér til loftskeytamannsins:
„Viljið þér gjöra svo vel að ná fyrir mig í talsamband við Hamborg.
Það er nauðsynlegt."
Sambandið kemur fljótt. Hafnarlæknirinn verður fyrst að blaða í mis-
munandi fyrirmælum, áður en hann getur gefið ráð um, hvernig hægt er
að bjarga veiði skipsins frá eyðileggngu.
„Svo framarlega, sem „Frithjof" hefur nægjanlegt barnaveikis-sóttvarn-
arefni um borð, verður læknirinn þar að bólusetja alla áhöfn togarans til
varnar. Ef slíkt væri gert gæti togarinn landað veiði sinni í þýzkri höfn.“
Loftskeytamennirnir á „Frithjof“ og togaranum hafa hlustað á sam-
talið og skrifað það niður.
Þar með er málinu borgið.
„Frithjof" fer nú til togarans, og læknirinn og hjúkrunarmaður stíga
um borð með allar birgðir sínar af barnaveikis-blóðvatni. Þeir taka nú
til við að sprauta hvern einstakan mann um borð. „Meerkatze“ held-
Nýtt S O S
37