Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Side 5
Þ J Ó Ð I N
147
og sú, að til þessa samstarfs (flokka-
og stjórnarsamvinnu) var stofnað
næsta lauslopalega, efndir orðið einn-
ig lélegar á ýmsu, sem í tal kann að
liafa borizt í öndvei'ðu, en drepið var
á dreif, er til kom. Og nú eru þeir
eigi fáir orðnir i öllum þessum flokk-
um, sem vonsviknir þykjast á allri
samvinnunni og myndu einskis frelc-
er óska, en að henni yrði slitið sem
fyrst, þótt slíkrar samvinnu sé eigi
síður þörf nú en áður, nema fremur
sé. Það er líka sannast mála, að þeg-
ar styrjöldin hófst, sem nú geysar,
þá hefði orðið að stofna til einhvers-
konar samstjórnar um lífsnauð-
synjamál þjóðarinnar, þótt engin
stjórnarsamvinna liefði áður verið á
komán, — en þá liefði hún vafalaust
verið með öðrum hætti, ekki eins
„pólitísk“ í eðli sínu, ef svo mætti
komast að orði, og eingöngu miðuð
við alþjóðarhagsmuni og hið ríkjandi
óeðlilega ástand.
*
Nú væri það að líkum, þótt menn
spyrðu: Hvers vegna blessast ekki
slík samvinna, og það undir öllum
kringunistæðum, samvinna ábyrgra
stjórnmálaflokka um nokkuð marg-
þætta stjórn, til þess i sem mestum
friði að vinna að viðreisnarmálum
allrar þjóðarinnar, væntanlega án
manngreinar- og flokksgreinaráhts?
Hvi skyldu þeir ekki spyrja þannig,
sem ef til vill hafa lialdið, að „samr
vinna“ — hvernig sem hún ella væri
undir sig lcomin — væri allra meina
bót?
En hér er komið að nokkuð ein-
kennilegu atriði, sem ekki nærri all-
ir hafa varað sig á: Allsherjarpólitísk
samvinna er ekki till með hinu svo
nefnda lýðræðisskipulagi. Þetta
skipulag felur það einmitt í sér, mest
vegna þess, að það er hið frjálsleg-
asta og alþýðlegasta stjórnmálafyrir-
komulag, sem menn hafa átt, — því
er ekki að neita, þótt ágallar þess séu
margvíslegir og sumir veigamildir,
enda árangur þess einatt fjarri lagi;
en það er eðli þess, að það þolir ekki
hönd, nema mjög takmarkað, ef það
á ekki alveg að fara út um þúfur. —
— Lýðræðisskipulag er það: 1) Að
fólkið, almenningurinn, með sér-
stöku almennu kosningafyrirkomu-
lagi, geti tekið sem mestan þá.tt í
stjórn lands og lýðs, i víðara skflh-
ingi; en eins og allir eða flestir vita
nú, er þetta mestmegnis óheint og
af .harla skomum skammti, sem sé
aðallega einn einasta dag á fleiri ár-
um, hinn lögskipaða kjördag til Al-
þingis. Utan þess dags getur vel átt
sér stað, að liáttvirtir kjósendur séu
ekki hafðir með í neinum þjóðmála-
ráðum, né fái þess kost, að hafæ
nokkur veruleg áhrif á gang stjórn-
málanna yfirleitt. Þvi að á kjördegi
hafa þeir, fyrir ákveðinn tíma að
minnsta kosti, falið fáeinum mönn-
um að fara með öll úrslitaráð með
þjóðinni, sem sé Alþingi og þeirri
ríkisstjórn, sem þvi þóknast að setja
á laggirnar. Siðan er ekki stjórnar-
farsleg nauðsyn að láta almenning
koma neins staðar til skjalanna, þeg-
ar þjóðmálum er ráðið til lykta fyrir
atbeina þings og stjórnar, nema þá
alveg sérstaklega standi á. En ef kjós-
endum finnst sér mishoðið, geta þeir
vitaskuld „hefnt“ sín á næsta kjör-
degi!