Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Page 10
152
ÞJÓÐIN
Mymlastytta Vigelands.
og hófust með því ítalskar ])ók-
menntir.
Flest mátti lieita ólíkt í Normanna-
rikinu og landi geirfálkanna. Þar
sýðra var auður mikill og verzlun
við margar þjóðir,dýrlegar kirkjur og
kastalar og hallir, suðrænn gróður og
sól. En eitt var hkt: hæði lönd voru
á yzta jaðri kristninnar, þeirrar trú-
ar, sem þessir víkingaliðsmenn liöfðu
orðið að taka á leit sinni að gæð-
um þessa lieims. Á Sikiley var allt
fullt af Serkjum, og áhrifin af menn-
ingu, visindum og heimspeki Serkja
gerði þá frændur blendna í trúnni.
Friðrik annar hefur verið kallaður
fyrsti nútíðarmaðurinn; og trúði
liann miklu meir á slcynsemina og
reynsluna en á lærdóma hinna miklu
kennivalda; hann var hinn eindregn-
asti mótstöðumaður páfadómsins og
af óvinum sínum kallaður Epikúr-
ingur, þ. e. maður, sem ekki trúir á
líf eftir þetta.
I landi Snorra Sturlusonar voru
engir Serkir, sem gætu brugðið upp
öðru ljósi en liinu kristna. Og þó var
þar í landi máttugt menningarafl,
sem var af allt öðrum toga spunnið
en kristnin, en það voru þær leifar
fornnorrænnar menningar, sem varð-
veittust í þjóðlífi, lögum, hugsunar-
liætti og skáldskap frá fornöldinni.
Þetta tvöfalda ljós, sem skein á menn
í einu, gerði að vísu ekki lífið vanda-
minna, en það gaf mönnum færi á að
bera saman, veitti þeim viðsýni og
einkennilegt andlegt frelsi.
Friðrik keisari hafði verið fóstri
páfa, en í lífverði hans voru Múham-
eðstrúarmenn. Þar var skammt öfg-
anna á milli og von að kynlegir kvistir
spryttu af. En frá Hvammi i Dölum
var langt til Rómaborgar og tvær aldir
skildu Snorra frá heiðpinni. Áhrifin
á báða bóga voru ekki áköf. Og í
æsku Snorra hjá Jóni Loftssyni i
Odda liafði hann kynnzt menningu,
þar sem reynt var að sameina innlent